Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 63
Væringja-
skálinn.
Um sumarið 191í) fór stjórn Væringjafélagsins að leita
að stað undir fyrirhugaðan skála. Eflir nokkra leil
komst stjórnin að þeirri niðurstöðu, að Lækjarbotn-
ar yrði heppilegasti staðurinn. Þar hafði áður verið
hýli, sem var áningarstaður ferðamanna austur yi'ir fja.ll,
en þegar hílvegurinn kom, var bærinn fluttur og um leið
skírður upp. Heitir hann nú Lögberg. Var þarna autt
svæði á fallegum stað, í hæfilcgri fjarlægð frá Reykja-
vík, svo það er ekki undravert þótt stjórn Væringjafé-
lagsins skyldi taka þennan stað umfram aðra.
Á byggingu skálans var byrjað snemma á sumrinu
1920 Höfðu Væringjar þá undanfarið safnað fé til bygg-
ingarinnar, en nóg fé mundi ekki hafa fengizt, ef Axel
V. Tulinius hel'ði ekki lilaupið undir bagga. Efninu var
ekið á bílum og hestvögnum upp að Lögbergi, en þaðan
var það flutl á handvögnum, hestvögnum, reiðhjólum og
horið þangað, sem skálinn stendur. Skátarnir unnu sjálf-
ir við efnisflutninginn og hleðslu veggjanna, en við tré-
smíðina voru trésmiðir, sem jafnframt stjórnuðu verkinu.
Þ. 5. september var skálinn vigður, enda þótt bygging-
unni væri ekki að fullu lokið. Var þá fáni dreginn í fyrsta
sinn að hún á slönginni við skálann.
Þennan dag undirrituðu þeir A. V. Tulinius og Arsæll
Gunnarsson eftirfarandi reglugjörð fyrir skálann:
1. gr. Æðsti Væringjaforinginn, sem dvelur í
skálanum, hefur vfirstjórn og ábyrgð á öllu því, sem
fram fer meðan skálinn er notaður og sér um að