Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 68
Rover-starfsemi
Væringjafélagsins.
Þegar R. B. P. skrifaði bókina „Rovering to Success“,
sem út kom árið 1922, lagði hann grundvöllinn að
starfi hinna eldri skáta, er hlutu nafnið „Rover-scouts“
á ensku, og hafa hér verið nefndir Rover-skátar, eða
R. S., eins og það er venjulega skammstafað.
í Væringjafélaginu var það oftast svo, að drengir
hættu að slarfa þegar þeir höfðu náð 18 ára aldri.
Mun það i flestum tilfellum hafa verið af þeim ástæð-
um, að þeir samrýmdust ekki lengur starfi hinna yngri
skáta. AIll leiðandi starf lenti því á fáum mönnum,
sem úthald höfðu til þess að starfa áfram, þótl þeir
kæmusl af sokkabandsárunum. Hjá Væringjafélaginu
breyttist þetla j)ó mikið til batnaðar, eftir að núverandi
R. S.-starfsemi byrjaði árið 1928. Þá fengu ijillarnir
ný verkefni við þeirra bæfi, og festu betur rætur
í félagslífinu, sem varð svo til þess, að þeir tóku við
ýmsum leiðandi störfum í félaginu. Tildrögin að stofn-
un fyrsla R. S.-flokksins innan Væringjafélagsins voru
þessi: í nóv. 1928, boðaði Jón Oddgeir Jónsson nokkr-
um af elzlu drengjum 2. sveitar á fund, lil þess að
ræða við þá um stofnun sérstaks flokks, sem starfa
skyldi að sama hætti og R. S.-flokkar erlendis, — en
Jón hafði kynnl sér slíka starfsemi í gegnum norskar
og enskar bækur. Hann hafði og samið slarfsreglugerð
fyrir hinn væntanlega flokk. Stofnfundur var svo hald-
inn þ. 23. nóv. 1928, á Bárug. 18, — en þar hafði Chr.
Nielsen, verkstjóri, skotið skjólshúsi yfir 2. Væringja-
sveit, sem naut þar ókeypis húsnæðis um alhnörg ár.