Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Síða 82
80
eftir mótið. Síðasta dag mótsins komu margir gestir
af bæjum i dalnum og voru við varðeldinn um lcvöld-
ið og skemmtu skátarnir fólkinu eflir föngum, og veitlu
því kakaó og pönnukökur, sem þeir auðvitað sjálfir
höfðu bakað. Frásögn um mótið birtist i Lesbók Morg-
unblaðsins 5. ágúst 1928.
Þinguellir 1930.
í sambandi við Alþingisbátíðina 1930 stóð stjórn B.
í. S. fyrir landsmóti skáta á Þingvöllum. Höfðu skát-
arnir tjaldbúðir út af fyrir sig nokkuð fyrir austan
Reykjavíkurtjöldin. Mótsstjóri var Carl II. Sveins. Þátt-
takendur voru um 80 skátadrengir og 15 skátastúlkur.
Dagskrá mótsins var þannig bagað, að skátarnir gætu,
sem bezt fylgzt með Alþingishátíðinni, og einnig voru
skátunum falin ýms störf, svo sem að leiðbeina og að-
stoða eftir mætti. Þeir önnuðusl næstum alla gæzlu við
simann og skeytasendingar um tjaldbúðirnar, og einnig
liöfðu skátarnir sérstakt tjald niður á aðalsamkomu-
staðnum, þar sem þeir skiftust á vöktum. Þangað gat
fólk snúið sér, ef það þurfti einhverrar aðstoðar með
frá skátunum. Þá þrjá daga, sem hátíðahöldin stóðu
vfir, störfuðu skátarnir frá morgni til kvölds við ýmis-
legt, en þó einkum við gæzlu og leiðbeiningar. Starf
þeirra var vel þokkað af almenningi og undirbúnings-
nefnd Alþingisbátíðarbaldanna og framkvæmdarstjórn-
in, ákvað að gefa skátunum 15 skátatjöld sem viður-
kenningu fyrir starl'ið á Þingvöllum, dagana sem há-
tíðahöldin stóðu yfir. Um þetta skátamót skrifaði J.
O. J. í „Úti“ 1930.
Borgarfjarðarhérað og Vatnaskógur 27. júní—6. jiílí '31.
Sumarið 1931 efndi II. Væringjasveit til vikuferða-
lags, í samfélagi við skáta frá Akranesi. Reykjavíkur-
skátarnir fóru á mótorbát upp á Akranes, en þaðan
var haldið áfram á tveimur vörubílum með bekkjum