Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 34
og hvers virði hann hefir verið fyrir félagsstarfsemina
á undanförnum árum.
19. apríl tóku meira skátaprófið þeir: Frímann Ól-
afsson, Sigurður J. Gunnarsson, Brynjólfur Vilhjálms-
son, Þórður Þórðarson, Angantýr Guðmundsson og
Ámundi Sigurðsson. Þeir sem prófuðu voru: Ilalldór
Hansen læknir í lijálp í viðlögum og Axel Gunnarsson
sveitarforingi í hinum atriðunum. Sama dag tók sér-.
próf i jurtafræði Þórður Þórðarsori nú læknir. Lagði
hann fram 150 teg. þurkaðra jurta. Til þess að standast
prófið þurfti að leggja fram safn með minnst 60 jurturii.
Þórður fékk verðlaun „Dyrenes Liv“ eftir A. Brelim.
í júní tóku Væringjar þátl í knattspyrnumóti í þriðja
aldursflokki og urðu aðrir í röðinni. Úrslit i kappleikj-
unum urðu þessi: Víkingur—Fram 2—0. Væringjar
Fram 10—0. KR - Fram 6—0. Væringjar—Víkingur 7—1.
KR. -Væringjar 3—2. KR. Víkingur 2 1. Eins og sjá
má stóðu Væxúngjar mjög næi'ri því að sigra á þessu
móti. Eftir þetta varð að samkomulagi rnilli Væringja
og knattspyrnufélagsins Vals að Væringjar hættu lcnatl-
spyrnustarfseminni en Valur tók við þar sem þeir hættu.
22. ágúst var lialdið íþróttamót fyrir drengi hér í bæn-.
um og tóku tveir Væringjai’, þeir Ingi Þ. Gíslason og'
Ámundi Sigurðsson þátt í því móti. Keppt var í 1000'
m. hlaupi, 8u m. lilaupi, hástökki og langstökki. Þessir
tveir Væringjar sköruðu svo fram úr að Væringjaíelagið
fekk flest stig og vann mótið. Væi'ingjar fengu 10 stig,
Vikingur 7 stig og Iþróttafélag Reykjavíkur 6.
Þann 11. júlí fóru sex Væringjar til Eyrarbakka tit
þess að ráðgast við Aðalstein Sigmundsson um stofnun
skátafélags þar á staðnum.
Þetta ár, 22. apríl, áttu þau Tuliniusarhjónin silfur-
brúðkaup. Urn 40 Væi'ingjar gengu þann dag fylktu liði
heim til þeirra hjónanna og hylltu þau, daginn eftir
sátu Væringjarnir hoð hjá þeim hjónunum.