Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 35
33
1921.
Þetta ár var allgott líf í félaginu og var starfað á svip-
aðan liátt og áður. Um vorið tóku eftirtaldir piltar
minna skátaprófið: Þorvarður Þorvarðarson, Árni
Sveinbjörnsson, Haukur Vigfússon, Guðmundur Bjarna-
son, Bragi Brynjóll'sson, Sigurjón Guðbergsson, Jóhann
Gunnar Stefánsson, Magnús Björnsson, Guðlaugur Þor-
steinsson, Aage Lorange, Njáll Þórarinsson, Jón Þórðar-
son, Jónas Hallgrímsson, Þorsteinn Jónsson, Hilmar
Norðfjörð, Hindrik Ágústsson og Árni Eiríksson. Við
|)e11a próf var Ársæll Gunnarsson prófdómari en Þórður
Þórðarson prófaði. Um likt leyti luku þessir skátar meira
prófinu: Lárus Jónsson, Sigurður Jónsson, Jón Sigurðs-
son, Karl Einarsson, Þorgeir Guðmundsson, Ólafur Sig-
urðsson og Þorsteinn Hreggviðsson.
Þetta sumar heimsótti landið Kristján konungur \.
Fyrir tilhlutun A. V. Tuliniusar fóru þrír Væringjar
með konungi og föruneyti hans til Þingvalla, að Gull-
t'ossi og Geysi til aðsloðar við ferðalagið.
Þann þriðja júli gengu íþróttamenn og skátar bæjar-
ins skrúðgöngu fvrir konunginn á iþróttavellinum. Vær-
ingjar, 37 að tölu. voru undir stjórn Ársæls Gunnarsson-
ar. Um sumarið voru útilegur og skálaferðir stundaðar
allvel.
•
1922.
Þetla ár er eitt mesta deyfðarár er félagið liefir lifað.
Æfingar voru fáar og illa sóttar. Einkum var það Vær-
ingjaskálinn, sem lifinu hélt í félaginu því skálaferðir
voru allmargar farnar um sumarið. En í félagið gengu
um þessar mundir margir af þeim skátum er ávallt
síðan liafa verið bezlu starfskraftar þess nú um fimmt-
án ár.
1923.
í ársbyrjun 1923 varð það að samkomulagi milli
3