Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 27
25
Þá starfaði og i félaginu hornaflokkur undir forystu
Halls Þorleifssonar og hafði hann tvo undirforingja sér
til aðstoðar. Fyrir sjúkraliði félagsins var foringi Páll-
Guðmundsson. Þann 9. april voru liinir nýútnefndu for-
ingjar félagsins teknir í foringjaflokk félagsins, og skýrði
yfirforinginn A. V. Tulinius fyrir foringjunum skyldur
þeirra, og hvatti þá til að starfa dyggilega fvrir Vær-
ingjafélagið.
Um sumarið voru haldnar þrjár mjög vel skipulagð-
ar útiæfingar auk þess, sem farið var í útilegur. í úti-
legur var farið meðal annars til Þingvalla og. að Fífu-
hvammi og um 20 Væringjar gengu á Akrafjall. Til
þess að gefa hugmynd um hvernig útiæfingar skátanna
voru skipulagðar í þá daga, vil ég taka hér upp ema síika
æfingu, eins og hún er skrásett i dagbók félagsins af A.
V. Tulinius:
„Dagskipun þann 13. júní 1915. Hálfdeildarforingi Ar-
sæll Gunnarsson skal vera meðdómari minn við æfing-
una. Hann skipti liðinu i tvo jafna hluta. Fyrir öðru lið-
inu ráði hálfdeildarforingi Páll V. Guðmundsson og
Hallur Þorleifsson, og er hlutverk þeirra: Tyrkir hafa
komizt á land í víkinni fyrir sunnan Gróttutanga og hafa
i hyggju að ráðast á Reykjavík. Þeir hafa náð á sitl
vald Nesinu alll að Sanitas og liafa dreift þar liði sínu,
þar eð þeir eftir venju eru að ránum. Fvrir hinu liðinu
eru Guðmundur H. Pétursson og Jón Guðmundsson hálf-
deildarforingjar, og er hlutverk þeirra að verja Reykja-
vik. Þeir eiga að vera komnir að Sanitas hálfri klukku-
stund eftir að æfingin hefst, sem ég ákveð hvenær og
hvar verður. Einni og hálfri stundu eftir að æfingin
hefst er lienni lokið, og gef ég merki um það, með þvi
að láta blása „Eldgamla Isafold“ á horn, sama merki
er gefið þegar Islendingar eru komnir að Sanitas. Tak-
mörk æfingarsvæðsins er bein lína dregin yfir nesið
austan við Sanitas og bein lína yfir nesið austan við
jörðina Nes., Enginn má stíga fæti á yrkt land. Til þess