Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 67
65
þar eð það er ætlun nefndarinnar að liafa opna verzlun
á mótinu, þar sem erlendu skátarnir gætu keypt ýmsa
muni framleidda af íslenzku skátunum. Ólafur Niel-
sen til að sjá um ferðalög og flutninga. Björn Jónsson
túlk- og leiðsögustarf; skal hann æfa og hafa lil taks
20—25 skáta, er tali dönsku og ensku, og séu vel fróð-
ir um staðhætti og sögu landsins. Björgvin Jörgensson
og Haukur Gröndal til þess að velja íslenzka og erlenda
söngva, sem syngja skal við varðeldana. Sigurgeir Jóns-
son til þess að sjá um og hafa til taks sjúkratjald. Jón
Guðlaugsson lil að sjá um vatnsleiðslur o. fl. Hjalti
Guðnason sem gæzlustjóri, auk C. IJ. Sveins, sem sér
um mótlöku erlendu skátanna. Ennfremur hafa þessir
menn tekið sér til aðstoðar ýmsa skáta, er liafa þekk-
ingu á verki því, er framkvæma skal. 1 mótsstjórn liafa
verið skipaðir þeir: Daníel Gíslason mótstjóri, Björgvin
Þorbjörnsson gjaldkeri. Róbert Schmidt tjaldbúðar-
stjóri. Mótsnefnd skipa þeir Bendt Bendtsen formað-
ur, Leifur Guðmundsson ritari criendra bréfa, Guð-
mundur Jónsson ritari. Sigurður Agústsson var og einn-
ig í nefndinni, en varð að hætta störfum sökum ann-
ríkis. Nú er undirbúningsstarfið i fullum gangi og mið-
ar vel áfram. Við liöfuin þegar fengið og svarað fjölda
fyrirspurna frá erlendum skátum, og inegum búast við
fjölmenni, einkum frá Danmörku og Englandi; þess
vcgna verða íslenzkir skátar nú að æfa sig vel og fjöl-
menna á mótið, bæði lil þess að læra af erlendu skát-
unum og líka til þess að sýna þeim bvað við getum.
D. G.
5