Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 95
93
fóru 31 skáti. Fararstjórn skipuðu þrír Væringjar, þeir:
Jón O. Jónsson, Daníel Gíslason og Þorsteinn Þorbjörns-
son; aðrir Væringjar i förinni voru: Hjalti Guðnason,
Gunnsteinn Jóhannsson, Halldór Sigurjónsson, Björn
Jónsson, Pétur Ságurðsson, Sveinn Ólafsson, Hákon
Sumarliðason, Sigurður Ólafsson, Einar Hafberg, lvjart-
an Guðbrandsson, Guðmundur Jónsson, Hjörtur Theó-
dórs, Sigurgeir Jónsson, Gvlfi Gunnarsson, Björn Tliors,
Daníel Þórarinsson, Ólafur Alexandersson, Olav Ilan-
sen og Ingi Sveinsson, eða alls frá Væringjum 22 skát-
ar. Flokkurinn fór til Hollands yfir Færeyjar og Noreg
og tóku skátar á móti þeim í báðum þessum löndum.
Mólið sjálft stóð nú yfir í tíu daga, og ldfðu skátarnir
þar hinu frjálsa og skemmtilega útilífi með skátabræðr-
um sínum frá hinum ýmsu löndum heims. Flokkurinn
sýndi glimu, söng islenzka söngva og auk þess sýndu
þeir setningu Alþingis 930, i búningum, er gerðir voru
eftir þeirra tima liætti. Allt þetta vakti mikla athygli
og þótti fara hið bezta fram. Sýningartjald eitt mikið
reislu islenzku skátarnir, og var mikil aðsókn að þeirri
sýningu. Skátarnir höfðu og opna sölubúð, þar sem
seldir voru ýmsir munir, er skátarnir sjálfir höfðu búið
til, auk islenzkra sauðskinna, sem mikið seldist af. Hlið
íslands vakti og sérstaklega mikla aðdáun, og þótti
eitt bezta hliðið á öllu mótinu.
Frá Hollandi ferðaðist flokkurinn til Parísar og skoð-
aði þar heimssýninguna miklu, er haldin var um þær
mundir. Frá París var haldið yfir Þýzkaland til Kaup-
mannahafnar, og dvalið þar nokkra daga. í Kaup-
mannahöfn sungu islenzku skátarnir við varðeld bjá
dönsku skátunum, og gat blaðið Politiken mjög lof-
samlega um þann söng. Frá Höfn var faráð til Leith
i Skotlandi og þaðan heim.