Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 56
54
af franska rannsóknarskipinu Pourquoi pas?, sem fórst
hér við land. Rétt fyrir lok ársins lézl Sigurjón II. Sig-
urjónsson, skáti í 2. deild.
A árinu voru eftirfarandi próf tekin: 55 nýliðapróf,
21 2. fl. próf, 1 1. fl. próf og 65 sérpróf. Ylfingar tóku 21
sárfætlingapróf og 51 stjörnu. Félagar voru í árslok: 171
skáti, 79 ylfingai og 58 roverskátar.
1937.
Aðalfundur lelagsins var haldinn 24. janúar. Það
nierkasta, sem gerðist á fundinum var það, að Væringja-
félagið hafði slitið sambandinu við K. F. U. M. Hefur
Væringjafélagið þá verið talið deild úr K. F. U. M. i 24
ár, en upp á síðkastið var sambandið orðið hvorugum
aðilja lil nokkurs gagns. í marzmánuði unnu skátarnir í
Reykjavík að því, að hjálpa til á heimilum, sem urðu
illa úti vegna inflúenzufaraldurs, sem gekk þá yfir bæinn.
Fvrsti sumardagur var haldinn liátiðlegur með skrúð-
göngu og skátaguðsþjónustu og um kvöldið minntust
Væringjar afmælis síns með samsæti.
Allan seinni hluta velrar voru tilvonandi Jamboree-
farar að undirbúa sig undir förina, og þann 15. júli var
lagl af stað. (Sjá grein hér í bókinni um erlend skáta-
mót).
Um sumarið voru ekki margar útilegur farnar, því
margir af foringjum félagsins voru á Jamboree, en
skátar úr 5. deild unnu að skálabyggingu við Langa-
vatn. Hefur dei.Idin fengið leyfi til að byggja þarna skála
og var unnið að undirbúningi undir sjálfa bygginguna.
Á komandi sumri livggst deildin að koma skálanum
upp. 2. deild hefur einnig skálabyggingu i hyggju, en
ekki er ennþá byrjað á verkinu.
Strax eftir að Jamboreefararnir komu heim, tók til
starfa nefnd sú, sem sjá á um undirbúning undir afmæl-
ismótið á Þingvöllum nú í sumar. í september var næt-
ursamkeppni innan félagsins með líku sniði og árið áð-