Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 58
56
Eftir þessa breytingu og stjórnarkosningu, sem fram fór
á fundinum, er stjórnin þannig skipuð: Leifur Guðmunds-
son félagsforingi, Daníel Gislason aðstoðarfélagsforingi,
Björgvin Þorbjörnsson gjaldkeri, Guðmundur Jónsson
ritari, Þorsteinn Bergmann spjaldskrárritari, Óskar
Pétursson deildarforingi, Björn Jónsson deildarforingi
og Robert Schmidt deildarforingi.
Á skátaskemmtuninni, sem var haldin 7. marz, voru
þeir Björgvin Þorbjörnsson, Daníel Gíslason og Bendl
Bendtsen sæmdir svastikunni, heiðursmerki B. í. S.
Tlúsnæði hefur félagið baft frá því um haustið 1937 i
kjallara bússins Laufásveg 13. Húsnæði þetta er allgott
og liafa skátarnir unnið að innréttingu þess, og gert það
mjög hentugt til æfinga.
Tveir flokkar skáta hafa starfað á vegum félagsins á
Seltjarnarnesi undir stjórn Sigurðar Ágústssonar. Á
stjórnarfundi þann 1. marz var Sigurður skipaður deild-
arforingi fyrir deildinni, sem skyldi kallast Seltjarnar-
nes deild. Sigurður tók sem deildarforingi sæli í stjórn
félagsins.
Fyrverandi formaður félagsins og heiðursfélagi þess
síðan 1925, Davíð Scb. Thorsteinsson, lézt þann 6 marz.
Var bann jarðsunginn þann 16 sama mánaðar og fylgdu
honum til grafar 160 skátar og skátastúlkur.