Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 47
45
nein sérstök embætti fyrir fél. Þessir eldri skátar, e'öa
,,Rover“skátar, eins og þeir eru nefndir erlendis, starfa
eftir sömu reglum og keppa að sama markmiði og aðrir
skátar, og liaga æfingum sinum og kennslu eftir því, sem
bezt á við aldur þeirra og þroska. Stofnendur Rover-
flokksins voru þessir piltar: Jean Claessen, Jón Þor-
kelsson, Daniel Gíslason, Haraldur Halldórsson, Guð-
mundur Magnússon, Hjalti Guðnason, Haukur Gröndal,
Ólafur S. Nielsen, Tryggvi Kristjánsson og Jón Oddgeir,
foringi flokksins. Nokkru seinna bæltust i hópinn þeir
Bendt D. Bendtsen, Gunnar Möller, Friðþjófur Þorsteins-
son, Axel Kaaber, Björn Björnsson, Robert Schmidt
(var skáti í Hafnarfirði áður), Ólafur Stefánsson, Gísli
Hannesson, Helgi Sigurðsson og Viggó Baldvinsson.
Allir þessir 20 piltar störfuðu í mörg ár sem Rover-skát-
ar, og margir af þeim eru starfandi ennþá, ýmist sem
Rovers eða við önnur störf i félaginu.
Þess skal getið, að árið 1923 var gerð tilraun til að
stofna slíkan Roversflokk, og gengu við stofnun hans 7
piltar í flokkinn og átti Angantýr Guðmundsson að verða
foringi þeirra. Því miður varð þó ekkert úr starfi hjá
þessum flokki.
1929.
Árið 1929 var mikið starfsár. Mest var unnið að því,
að undirbúa för ísl. skáta á alheimsmótið — Jamboree
—, sem lialdið var þá um sumarið i Arrowe Park í
grennd við Liverpool. I því tóku þátt um 20 Væringjar
og fararstjórnina skipuðu 3 Væringjar, þeir: Sig. Ágústs-
son, fararstjóri, Leifur Guðmundsson og Jón Oddgeir.
Þessi utanför var mjög fræðandi og skemmtileg' fyrir
alla þá, er með voru og mun árangur liennar alveg ó-
metanlegur fyrir isl. skáta í heild. Grein og margar
myndir frá þessari för birtust i „Úti“ 1929.
Um haustið 1929 varð Tryggvi Kristjánsson, sem þá
hafði verið flokksforingi í nokkur ár, sveilarforingi fyr-