Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 51
19
Akranesi. Þeirrar vikudvalar er einnig getiö í „Úti“ 1932
af T. K. Sú nýung var gerö við þá útilegu, að allir þátt-
takendur voru tryggðir fyrir slysum alla ferðina hjá
Slysatryggingu ríkisins.
Ennfremur efndi félagið lil margra annara smærri
ferðalaga, svo sem Þjórsárdal, Þingvöll, Þrastaskóg og
viðar. að ógleymdum Væringjaskálanum, sem alltaf var
mikið notaður.
Þetta ár urðu þrír skátar úr 2. sv. skjaldsveinar, þeir:
Björn Jónsson Emil Þorsteinsson og Jón Bergsveinsson.
Aður var einn skáti, Leifur Guðmundsson, búinn að
Ijúka því afreki og er hann fyrsti skjaldsveinn Vær-
ingjafélagsins.
1933.
Á þessu ári fóru 22 ísl. skátar á Jamboree í Ungverja-
landi, undir forystu Leifs Guðmundssonar. Þar á meðal
voru 9 Væringjar. Þeirrar farar er getið nánar í þessu
riti i grein um þátttöku Væringja í erl. skátamótum. Einnig
er ýtarleg grein um Jamboree 1933 i „Úli“ sama ár, eftir
G. Möller. Á jæssu ári komu einnig til Reykjavikur 50
skozkir skátar, sem dvöldu á Þingvöllum í vikutíma
ásamt ísl skátunum. 1 nefnd þeirri, sem annaðist mót-
töku þessara skáta voru: Daníel Gíslason, Jean Claessen
og Jón Oddgeir Jónsson, allir Væringjar.
Stjórn félagsins skipuðu jietta ár (1933), þeir: Jón
Oddgeir Jónsson deildarfor., Leifur Guðmundsson og
Tryggvi Kristjánsson sveitarforingjar.
Á 20 ára afmæli Væringja, 1933, var fjórum skátafor-
ingjum veitt heiðui'smerki B. I. S. „Þórshamarinn“,
þeim: Sig. Ágústssyni, IJendrik Ágústssyni, Tryggva
Krisljánssyni og Jóni Oddgeir Jónssyni.
í tilefni af 20 ára afmæli félagsins var lialdið hóf á
Café Vífill jxann 28. april. Þar voru mættir allir Væringj-
ar, skátahöfðinginn A. V. Tulinius, foringjar hinna félag-
anna hér i bænum og nokkrir aðrir gestir. Þeir séra Frið-
4