Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 79
77
inn. Ivl. 11 er blásið í lúðurinn. Eftir það ríkir kyrrð
vfir öllu.
28. júlí. 2. daí» er bezta veður — blíðalogn og sól-
skin.
Liður þessi dagur svipað og hinn, að öðru leyti en
þvi, að nokkrir skátar fara til Eyrarbakka á hjólum,
en hinir skemmtu sér við að ganga á gamla gíga í nánd
við tjaldstaðinn og heimsækja fólk á næstu bæjum.
Við varðeldinn um kvöldið kvað einn úr skátafélag-
inu Ernir Grýlukvæði og þótti það hin mestá skemmtun.
29. júlí. Nú var loflið skýjað og þoka á efstu tind-
um Ingólfsfjalls; þó er milt veðnr. í dag höldum við
kvrru fyrir, því von er á gestum, m. a. vfirforingja okk-
ar, A. V. Tulinius.
Kl. 2 komu ýmsir gestir. Skoðuðu þeir bústaði okkar
og drukku hjá okkur kakaó og borðuðu með pönnu-
kökur, sem matreiðslumenn okkar höfðu búið til. En
gestirnir launuðu með kökum og öðru góðgæti, sem
þeir höfðu meðferðis. Um kvöldið var skipt um veður,
svo komin var rigning, og var því ekki liægt að kvnda
varðeld.
30. júli. Það er ausandi rigning. Ætluðum við að
ganga á Ingólfsfjall i dag, en verðum að hætta við það.
Við sitjum núna í tjöldunum, kveðumst á, segjum sög-
ur og syngjum. Um kvöldið var hætt að rigna og var
l>á farið í eltingaleik. Við varðeldinn um kvöldið söng
einn Hafnarfjarðarskátanna einsöng og tókst það prýði-
lega. Þá gerðist það lil tíðinda, að samþykkt var að
senda Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar,
símskeyti i minningu um fyrsta skátamótið á Islandi.
31. júlí. Bezta veður, en ekki sólskin. Samkv. áætl-
un dagsins átti að fara upp að Sogsfossum. Var því lagl
af stað slrax eftir morgunverð. Fossarnir þóttu fagrir
og mikilfenglegir. Eftir að við höfðum skoðað fossana,
skiptum við okkur niðnr á 3 bæi, og fengum við alls-