Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 31
29
1919.
Merkasti atburður þessa árs var, er Væringjar urðu
sigurvegarar i knattspyrnu i þriðja aldursflokki í juni-
mánuði þetta ár. Knattspyrnuæfingar voru stundaðar af
kappi um vorið, enda árangurinn eftir því. Þessir Vær-
ingjar voru í kappliðinu og unnu mótið: Jón Sigurðsson
marlcvörður, Snorri Jónasson bakvörður, Valgarð Thor-
arensen bakvörður, Ólafur H. Jónsson framvörður,
Gunnar Guðmundsson framherji, Ámundi Sigurðsson
framherji, Þórður Þórðarson framherji, Ólafur Sigurðs-
son framherji, Haraldur Guðmundsson framherji, lngi
Þ. Gislason framvörður og Kristján Garðarsson einnig
framvörður.
Þetta sumar voru útilegur stundaðar af mildu kappi
og voru farnar ekki minna en 20 útilegur til ýmsra staða
hér nærlendis. Það sumar var og byrjað að leita að
hentugum stað undir skálabyggingu.
f september fluttist búferlum til Seyðisfjarðar einn
af duglegustu foringjunum, Guðm. H. Pétursson. Guð-
mundur stofnaði er hann kom til Seyðisfjarðar skáta-
íélag þar og starfaði mikið með því félagi meðan bann
dvaldist eystra. Um þetta leyti störfuðu þrjár sveitir í
félaginu, en nú við brottför Guðmundar voru gerðar
þær breytingar, að önnur og þriðja sveit mynduðu eina
sveil, og varð Ársæll Gunnarsson þar sveitarforingi, en
við fyrstu sveit tók Axel Gunnarsson. Flokksforingjar
í fyrstu sveit voru þá Frímann Ólafsson og Þórður Þórð-
arson, en í annari sveit Geir H. Sigurðsson, Ingi Þ.
Gíslason og Ólafur H. Jónsson.
1920.
Merkasti atburður þessa árs var bygging Væringja-
skálans við Lækjarbotna. Aðalforgöngu i því máli liafði
yfirforinginn Axel V. Tulinius ásamt foringjum félags-
ins. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónur.
A öðrum stað í bókinni er birt sérstök grein um skálanu