Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 87
85
aður vegna veikinda og"fór ekki austur, en þeir Daniel
og Björn stjórnuðu mótinu. Þátttakendur voru 35 skát-
ar. Um mót þetta skrifar Björn Jónsson í „Úti“ 1934
me'ðal annars á þessa leið: „Þrátt fyrir það, að veðr-
ið var stundum nokkuð drungalegt, hafði það þó engin
álirif á skapferlið, því að altaf var sama glaðværðin
og kátínan ríkjandi. Ef veðrið leyfði ekki, að haldnir
væru varðeldar á kvöldin, var oft safnast saman í stóru
15 manna tjaldi, sem var með í förinni. Voru þá
rifjaðir upp viðburðir dagsins og sögð skopleg æfin-
týri, sem einhver hafði lent í, sungið mikið og umfram
allt lilegið. Þannig liðu dagarnir, þangað til að laugar-
dagurinn rann upp, heiður og bjartur. Var þá farið
að taka saman farangurinn og búast til brottferðar.
Á hádegi var svo fáninn dreginn niður í síðasta sinn,
og mótinu slitið með því, að sunginn var þjóðsöngur-
inn. Um kl. 2 lögðu svo kassabílarnir af stað áleiðis
lil Beykjavíkur, með allan hópinn.
Eg hygg, að þeir, sem tóku þátt í þessu móti, muni
lita með ánægju til baka til þeirra daga, sem þeir dvöldu
þarna frjálsir úti i náttúrunni, með góðum og skemmti-
legum félögum, og muni ávallt minnast þeirra sem
sólskinsbletts i lifi sinu, — eins af þeim sólskinsblett-
um. sem gera allt lífið bjartara og skemmtilegra.
Skútamót á Akureyri Í935.
í júlímánuði, efndi stjórn B. í. S. til landmóts fyrir
skáta, á Akureyri og nágrenni. Fyrir mótinu stóð skáta-
félagið Fálkar á Akureyri. Mótstjóri var Jón Norðfjörð.
Alls voru á móti þessu um 75 skátar. Félögin, sem tóku
þátt i þessu móti, voru: Fálkar, Akureyri, Andvarar,
Sauðárkróki, Væringjar, Akranesi, Ernir og Væringj-
ar, Beykjavik. Þátttakendur frá Væringjum i Reykja-
vík voru um 30 skátar. Mót þelta hófst á Akureyri með
kynningu skátanna þar. Á móti þessu var ekki legið
í fastatjaldbúðum, en ferðast um Norðurland, svo sem