Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 43
41
A sumardaginn fyrsta minntust Væringjarnir afmælis
síns, eins og venja hefur verið um mörg undanfarin ár,
með því að hafa útisamkomu um morguninn og ganga
skrúðgöngu um götur bæjarins. Um kvöldið var svo
haldin skátamessa í þjóðkirkjunni, eins og einnig hafði
verið venja um undanfarin ár, og er svo enn.
Þetta sumar voru farin fleiri ferðalög en nokkru sinni
áður og er skýrslayfir þau í „Liljunni“, 6.—7. tbl. 192(5.
í janúarmánuði þetta ár fóru héðan 5 skátar til Ung-
verjalands, undir forystu Sigurðar Ágústssonar, til að
laka þátt í stórfenglegu skátamóti, sem fram fór nálægt
Budapest í júlímánuði. Þeir, sem héðan fóru, auk Sig-
urðar, voru þeir: Gunnar Guðjónsson, Grímur Magnús-
son, Hörður Þórðarson og Björn Sveinsson. Þetta var
í fyrsta sinni, sem hópur ísl. skáta fór erlendis og tóksl
sú ferð ágætlega. Um þessa för birtist grein í „Liljunni“
1926 og í Morgunblaðinu, skömmu eftir að utanfararnir
komu heim.
Þetta haust fór fram annað haustleikmót skáta. Tóku
aðeins tvö félög þátt i þvi, Skátafél. Hafnarfjarðar og
Væringjafélagið. Mótið fór vel fram og var þátttakend-
um öllum til sóma. ítarleg frásögn um mótið kom í „Lilj-
unni“ 1926. Slík mót hafa ekki verið haldin siðan og er
það hinn mesti skaði, og ættu foringjar félaganna, að
taka það rækilega til athugunar hvort ekki væri liægl
að halda slík mól t. d. næsta vor.
í lok þessa árs (1926) varð Væringjafélagið fyrir þvi
mikla áfalli, að missa foringja sinn, Ársæl Gunnarsson.
Hann lézt þann 27. desember eftir stutta legu. Eins og
áður er frá sagt kom Ársæll heitinn í félagið við byrjun
þess og starfaði látlaust í því til hinstu stundar. Ársæll
hefir unnið ísl. skátum i heild ómetanlegt gagn, sem
ekki verður lýst í stuttu máli. A. V. Tulinius segir meðal
annars í grein er hann skrifaði um Ársæl heit. í Morg-
unblaðið 5. jan. 1927: „Hann liafði óbilandi trú á gagn-
semi skátaíþróttanna og skátalífsins hér á landi og varði