Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 77
75
Landsmót skáta í Þrastaskógi frá 26. júlí—2. ágúst 1925.
Skrifað um mótið í dagbókarformi, í Morgunblaðinu
8. sept. sama ár:
25. júlí Loksins var þá laugardagurinn kominn. A
morgun förum við auslur i skóginn, buri úr bænum
út i frelsið og fegurðina. Stöðugar rigningar hafa ver-
ið, það sem af er mánuðinum, en með „gömlu hunda-
dögunum“ er byrjuðu á fimtudaginn var, breyttist alll
lil balnaðar. Það er nóg að starfa að búa allt undir
ferðina og útivistina. En þó mikið sé að gera, er til-
hlökkunin meiri, að fá að dvelja í heila viku í skauti
náttúrunnar með glöðum og góðum fclögum.
26. júlí. Það er sunnudagur, sólskin og ljómandi
ferðaveður. í morgun var lagt á stað austur. Klukkan
í) fóru þeir úr 1. sveit Væringja, sem hjól höfðu. Klukku-
stundu síðar fór 2. V.sv., ásamt Skátafél. Hafnarfjarð-
ar og „örnum“, sem hjólandi ætluðu. En klukkan 1
fór „vörubill með bekkjum“ fullskipaður skátum og
farangri jieirra. Fátt sögulegt gerðist á leiðinni. Hjól-
reiðamennirnir námu staðar i Hveradal fyrir ofan Kol-
viðarhól, og hituðu þar kakao til hressingar, og borð-
uðu l)rauð og egg. Fyrri flok'kur hjólreiðamanna kom
austur kl. 4 e. h., en sá seinni kl. 5.
Það fyrsta, sem lá fvrir að gera var það, að flytja
farangur okkar á tjaldstað. Það var á skóglausu, en
grasi vöxnu svæði. í norðvestri blasir við okkur Ing-
ólfsfjall, blátt og bert en tignarlegt.
Útsýni er ekki fjölbreytilegt eða mikið frá tjöldun-
um, en á liæð hér fyrir ol'an er það bæði mikið og
fagurt. Um kl. 8 vorum við búnir að tjalda. llvert fé-
lag eða sveit fékk sinn ákveðna stað til að tjalda á,
en þó voru öll tjöldin i einni þyrpingu.
Tjöldin voru 12 alls. Eitt stórt tjald er notað fyrir
matarbúr, og er bverri sveit skammtaður úr j)ví mat-
ur lil dagsins. Þar að auki hefir hver sveil sitt sér-
staka eldhústjald, undir mat og matarílát.