Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Page 75
Innlend skátamót
!
og viku útilegur.
Fyrsta vikuferðalagið, sem Væringjar efndu til, var
haldið á Þingvöllum 1916. Um þá útilegu skrifar G. H.
Pétursson i Liljunni á þessa leið:
Þingvallaför 1916.
Við lögðum af stað, eins og til stóð, 9. júlí kl. 12 á
hádegi og héldum þann dag upp i Djúpadal og reisl-
um tjöld okkar þar. í förinni voru 15 drengir. Nokkr-
ir þeirra liöfðu eigi legið fyr í tjaldi og áttu bágt með
svefn fyrstu nóttina. Næsta morgun lögðum við af stað
kl. 6 og áðum svo hjá sæluhúsinu á Mosfellsheiði kl. 8
og snæddum morgunverð. l"rá Djúpadal og að sælu-
húsinu eru tæpir 15 km. og má það heita rösklega gert
af drengjum, áð ganga það á tveim timum. Þess ber
og að gæta, að i förinni voru tveir drengir eigi eldri
en 11 ára. Frá sæluhúsinu fórum við kl. 9,30 og kom-
um til Þingvalla kl. 1,45.
Við tjölduðum i Almannagjá að fengnu leyfi lijá
klerkinum. Komum því næst vistaforðanum fvrir í
hellisskúta einum, borðuðum kvöldverð og gengum að
því loknu til hvíldar glaðir og hressir og sofnuðum við
nið Öxarárfoss.
Á meðan við dvöldum á Þingvöllum, vörðum við
hverjum degi þannig: Eftir morgunverð gengum við um
Þingvelli og skoðuðum merkustu sögustaðina, en seinni
hluta dagsins héldum við okkur hjá tjöldunum og
skemmtum okkur með leikjum, skátaæfingum og knatt-