Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 85
km., en hæð jökulsins, þar sem vi<S fórum vfir hann,
mældisi vera um 770 m.
liotnsdahir 1932.
Dagana 9.—17. júh 1902 efndi 2. Yæringjasveit til
viku útilegu í Botnsdal. Þátttakendur voru 14 úr 2.
sveit og 1 frá Akranesi. Legið var í fastatjöldum
skamnit fyrir sunnan hæinn „Litla Botn“, og tveim dög-
um varið lil gönguferða yfir i Skorradal. í dalnum
var gefið út vélritað hlað, „Berginúl", sem var lesið
upp við varðeldana. 1 blaði þessu voru ýmsar frásagn-
ir úr ferðinni, kvæði o. fl. Einnig kom i blaðinu mjög
hlý kveðja frá Þorsteini Briem, þáverandi ráðherra,
og hirtisl hún í „Úti“ 1932. Sú nýbrevtni var tekin upj)
í þessari útilegu, að allir þáttlakendur voru trvggðir
fyrir slysum hjá Slysatryggingu Rikisins, á meðan á
ferðalaginu stóð. Foringi var Tryggvi Kristjánsson,
sveitarforingi, og endar hann grein sína í „Úti“, um
þetta ferðalag á þessa leið: „Öllum flokknum var boð-
ið heim lil veizlu hæði á Litla og Stóra-Botni, og sein-
asta kveldið, sem skátarnir voru í dalnum, buðu þeir
fólkinu af bæjunum lil sin i tjaldbúðirnar og skemmtu
þvi eftir föngum við varðeldinn. Var þá um kvöldið
mótinu slitið, um leið og fáninn var dreginn niður í
síðasta sinn í þeirri útilegu, og gengu menn hljóðlega
lil hvilu í tjöldin, og glöggvuðu upj) fyrir sér sælar
endurminningar þessarar hollu og skennntilegu útiveru.
með friskum og góðum félögum, í bjartri von um að
eiga síðar eftir að njóta slíkrar hvíldar frá hversdags-
lífinu í skauti hinnar frjálsu íslenzku náttúru.
Aö Fjallabaki.
Tólf Roverskátar fóru i bílum frá Reykjavík austur
að Kirkjubæjarklaustri á Siðu þann t). júlí 1932. Dvöldu
þeir þar einn sólarhring, en fóru síðan að Hlíð í Skaft-
ártungu. Þaðan lögðu þeir fótgangandi á Fjaliabaks-
6'