Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 19
17
Hann sagði okkur skátunum stundum, þegar hann var
að kenna okkui hjálp í viðlögum, sögur úr daglega líf-
inu, viðvíkjandi ýmsu, sem fyrir liann hafði komið á
læknisferðum, og sýndi okkur jafnframt fram á, livað við
skyldum gera í tilfelli af slysi, þangað til næðist í lækni,
en fólk vantaði oft að vita, til þess að komast hjá frek-
ari skaða en orðið var þegar slysið vildi til.
í 12 ár, eða þar til 1930, kenndi Davíð Scheving Tlior-
sleinsson skátum hér í Reykjavík „Hjálp í viðlögum“
endurgjaldslaust og síðar var hann oft prófdómari við
sérpróf skáta í þeirri grein. Davíð Scheving Thorsteins-
son var formaður skátafélagsins Væringjar á árunum
1927 -30 og síðan heiðursfélagi. Einnig var hann for-
inaður kvenskátaráðsins um margra ára skeið. Árið
1928 var Davíð Scheving Thorsteinsson sæmdur „Silfur-
úlfinum“ æðsta heiðurmerki skáta.
Davíð Scheving Thorsteinsson kunni að meta og vissi
hvað var „Heilbrigð sál í hraustum líkama“, og hann
sagði við unga drengi og stúlkur: Þið eigið að vera skát-
ar og temja ykkur reglusamt og heilbrigt líferni, starfa
meðan dagur er og þroska ykkur andlega og líkamlega.
Hann treysti á æskuna og lagði á sig mikið ex-fiði, hæði
við lcennslu i Hjálp i viðlögum og annað er hann vann
að i þágu skátadrengja og stúlkna. Davið Sclieving Tlior-
sleinsson las mikið um skátahreyfinguna og hrýndi fyrir
okkur gildi hennar. Hann sagði: Vertu þrautseigur.
Vertu reglusamur. Vertu viðbúinn ef slys ber að hönd-
um. Vertu sannur skáti.
T. K.
2