Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 83
81
upp i Húsafellsskóg og tjaldað þar. Daginn eftir var
haldið áfram í Surtshelli. Á þriðja degi var haldið nið-
ur í Vatnaskóg, þar var slegið niður tjöldum og hald-
ið lil i 4 daga. í skóginum var gefið út blað, sem nefnt
var „Neistar“. Það var lesið upp við varðeldana á kvöld-
in. Dagana notuð skátarnir svo vel sem liægl var, og
hverri stundu var niðurraðað og fyrirfram ákveðin fyrir
livern dag, enda var vikan fljót að líða, eins og tím-
inn vfirleitt, þegar manni líður vel. Öll var ferð þessi
hin bezta livað veður og endurminningar snertir. Þeg-
ar niður á Akranes kom, var skátunum úr Reykjavik
skift niður á heimili skátanna þar. Þar voru þeir í
hezla yfirlæti um nætursakir. Snemma næsta dag fóru
Reykjavíkurskátarnir heim með m/b. Stiganda. Hans
Jörgenson frá Akranesi og Tryggvi Kristjánsson frá
Reykjavík stjórnuðu ferðinni. Þátttakendur voru 28
skátar. Uin þetta vikuferðalag skrifar T. Iv. í „Úti“ 1931.
Langjökulsför skáta 1931.
1 júlímánuði 1931 efndi Roverskátasveitin lil viku-
ferðalags yfir Langjökul. Þeir voru 11, sem tóku þátl
í þcirri ferð. Jón Oddgeir Jónsson stjórnaði ferðinni.
Þeir fóru á l)íl austur að Geysi og sváfu þar fyrstu
nótlina, í skála Sigurðar Greipssonar. Þaðan fóru skát-
arnir ríðandi og reiddu farangur sinn á hestum upp
að Hvítárvatni. Þar sneru fylgdarmenn þeirra lieim afl-
ur með hestana. Skátarnir liéldu á jökulinn og kom-
ust slysalaust yfir hann eftir ca. 18 klst. göngu. Skát-
arnir gengu yfir jökulinn að næturlagi, því að þeir
vissu, að þá væri færðin bezt, en að deginum bræðir
sólin það mikið af jöklinum, að hjarnið verður gljúpl
og erfiðara yfirferðar. Þegar niður af jöklinum kom,
urðu skátarnir að ganga enn lengi og bera allan far-
angur sinn, þar til þeir fundu viðunanlegan tjaldstað.
En þegar þeir fundu hann voru liðnir 24 tímar frá því
að þeir feldu tjöldin við Hvítárvatn. Allir voru þó kát-
6