Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 71
Blaðamál
Væringja.
Arið 1916 gáfu Væringjar úl sitt fyrsta blað, „Lilj-
una“, sem út kom það ár sem mánaðarblað. Ábyrgðar-
maður blaðsins var A. V. Tulinius yfirdómslögmaður,
formaður Væringja. Afgreiðslu annaðist Guðm. H. Pét-
ursson. En meðal þeirra, sem mest unnu að blaðiuu
auk þeirra A. V. Tuliniusar beitins og Guðm. H. Pét-
urssonar, voru þeir Ársæll lieitinn Gunnarsson og Páll
Guðmundsson Kolka. Enda þótt blað þetta bafi ekki
komið út nema þetta eina ár, er það samt mikils virði
fyrir þennan tíma, þvi að ýinsar heimildir frá fyrstu
árum Væringja er þar að finna, sem annars ef-
laust væru miklu óvissari eða jafnvel glataðar.
Árið 1926 bóf „Liljan“ aftur göngu sína í nokkuð
stærra broli, með svipuðu fyrirkomulagi og áður, sem
mánaðarblað, er flutti ýmsan fróðleik fvrir skáta og
almenning.
Arsæll lieitinn Gunnarsson, sem þá var formaður
Væringjafélagsins, átti mestan þátt í þvi að hefja göngu
blaðsins á ný, og var ritsljóri þess. En Ársæls naut ekki
lengi við, þar sem hann dó í lok ársins 1926.
Lágu þá blaðamál félagsins niðri um tíma, þar til
um haustið 1928 að „Úti“ hefur göngu sína sem almennt
drengjablað, gefið út af Væringjafélaginu. Blað þetta
liefur alltaf síðan komið út einu sinni á ári i vandaðri
útgáfu. Ritstjóri „Úti“ befir verið frá byrjun Jón Odd-
geir Jónsson, sem þá var sveitarforingi 2. Væringja-
sveitar og siðar Rovers-foringi og félagsforingi. Hann