Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 53
51
Schmidl og Agnari Kofbed-Hansen, sem flokksforingj-
um. í fyrstunni var sveit þessi aðeins 2 flokkar, en i lok
ársins voru flokkarnir orðin 5 og meðlimir 46. Á fyrsta
smnardag voru útnefndir svéitarforingjar þeir Jón Þor-
kelsson og Björn Jónsson. Björn tók við sveitarforingja-
störfum í annari sveit af Tryggva Kristjánssyni, sem
varð að láta af störfum sökum annrílcis.
A Hvítasunnunui fóru allar sveitir félagsins í útiiegur,
1. sveit í gönguferð frá Hafnarfirði að Lækjarbotnum,
2. sveit var i Væringjaskálanum og 2. sveit var í Ivaldár-
seli og gekk þaðan að Kleifarvatni. 24. júni hófst viku-
útilega i Þjórsárdal, sem Væringjafélagið stóð að. í júli-
mánuði huðu Væringjar færeyskum skólabörnum, sem
voru á ferðalagi hér á landi, í útilegu í skálanum. Sváfu
skólabörhin í skálanum, en skátarnir i tjöldum í ná-
grenni skálans
Um haustið tók félagið á leigu stórl og gott húsnæði,
og var mikið starf í félaginu um veturinn.
A árinu voru eftirfarandi próf tekin: (58 nýliðapróf,
20 2. fl. próf 5 1 fl. próf, 21 sérpróf og 1 skjaldsveinn.
Ylfingar tóku .'50 sárfætlingajiróf, 6 1. stjörnu og 6 sér-
próf. Leifur Guðmundsson var sæmdur heiðursmerki
B. í. S., svastiku.
í árslok voru 125 skátar, 15 ylfiugar og 24 roverskálar
i félaginu. Stjórn félagsins skipuðu Jón 0. Jónsson
deildarforingi. Leifur (iuðnumdsson ritari, Jón Þorkels-
son gjaldkeri og allir sveitaforingjarnir.
1935.
Þetta var gott starfsár í félaginu, og munu samkeppn-
ir, sem haldnar voru milli flokka innbvrðis og milli ein-
staklinga, m. a. hafa stuðlað að góðum árangri. B. I. S.
liafði samkeppni milli allra skátaflokka í landinu um
]>að, hvaða flokkur starfaði lie/l á timabilinu frá fyrsta
sumardegi 1934 til fvrsta sumardags 1935. Verðlaunin
voru 50 kr. og hlaut þau Smyrlaflokkurinn i 3. Væringja-
4*
L