Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 54
52
sveit. Auk þess liafði roversveitin samkeppni milli ein-
staklinga i félaginu um það, hver tæki flest sérpróf um
veturinn. Á fyrsta sumardag voru þeir Óskar Pétursson
og Robert Schmidt útnefndir sveitarforingjar. Óskar tók
við 1. sveil af Sigurði Ágústssyni, en Robert við 3. sveit
af Jóni Þorkelssyni.
Þ. (i. júni varð skátahöfðinginn sjötugur, og gengu þá
skátar heim til hans, hylltu hann og færðu lionum gjafir.
Um sumarið voru farnar margar útilegur, en þær
merkustu voru Ilvítasunnuútilegan, landsmót á Norður-
landi og útilega að Geysi. Á Hvítasunnunni fór 1. og 3.
sveit til Akraness og 2. sveit til Þingvalla. Væringjafé-
lagið tók þátt i landsmótinu og lögðu sunnlenzku slcát-
arnir af stað norður 21. júní. Að Geysi var farið fyrsta
laugardaginn í ágúst og verið þar í 2 daga. Var ferð þessi
sameiginleg ferð Væringja og Arna, og var hún larin
vegna þess, að þá var Geysir nýbyrjaður að láta á sér
hæra eftir rúmlega aldarfjórðungs kyrrð.
Á árinu voru eftirfarandi próf tekin: 2(5 nýliða próf,
38 2. fl. próf, 6 1. fl. próf, 111 sérpróf, 6 skjaldsveinar og
1 riddari. Ylfingar tóku ö 1. stjörnu og 9 sérpróf.
Félagatalan var í árslok: 115 skátar, 41 ylfingur og 24
roverskátar. Stjórn félagsins skipuðu: Jón O. Jónsson
deildarforingi, Daníel Gíslason aðst.deildarforingi, Jör-
gen Hansen ritari, Björgvin Þorbjörnsson gjaldkeri og
allir sveilarforingjarnir.
1936.
Aðalfundur félagsins var haldinn 26. janúar, en þar
seni nýr lagabálkur var i smíðum lijá skátahöfðingjan-
um, sem dvaldi erlendis sér til heilsubótar, varð að fresta
lagasamþykktum lil framhalds aðalfundar, sem haldinn
var 10. apríl, og var það merkur fundur vegna þess, að
skipulagi félagsins yar breytt allmikið. Verður hér gerð
grein fyrir í hverju þessi breyting er fólgin. Áður hafði
félagið slarfað sem ein deild með 3 skátasveitum, 1
i