Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 30
28
1917.
Félagið liclt áfram starfsemi sinni þetta ár með likum
liætti og áður. Merkasti atburður ársins var án efa, er
Væringjar gerðust meðlimir í. S. í., og mættu sem full-
trúar félagsins á aðalfundi sambandsins, 22. april, þeir
Osvald Knudsen og Hallur Þorleifsson. t. S. í. gaf
skömmu seinna út fyrir tilstilli Væringjanna hinar fyrstu
íslenzku skátabækur „Handbók Skátaforingja“ og „Her-
agabálk skáta“, hin fyrri að mestu samin af Ársæli
Gunnarssyni, en hin af A. V. Tulinius. Seinna var sú
bók prentuð, sem sérstakur kafli í Skátabókinni undir
nafninu Göngubálkur skáta. Væringjarnir stunduðu þá
auk skátaíþrótta, sund, glímur, stökk, skotfimi, spjót-
kast og eitt ár lmefaleik. Leikfimi stunduðu Væringjar
fyrstu fjögur árin. Knattspyrnu iðkuðu Væringjar af
kappi þetta ár, enda unnu þeir seinna knattspyrnu-
mót í þriðja aldursflokki, en um það er seinna getið.
í aprílmánuði voru ákveðin merki fyrir björgun úr
lífsháska. Merkin skyldu vera úr silfri og kopar, og
veitast þeim Væringjum er björguðu mönnum úr lífs-
háska. Til þess að veita merkin var skipuð ]iriggjja
manna nefnd og skyldi séra Friðrik vera oddamaður
nefndarinnar.
Þann 19. apríl var gefin út tilkynning um að allir
Væringjar 9 og 10 ára, skuli mynda sérstaka æfingar-
deild, og að nánari reglur skuli seltar um kennsluna.
Um baustið voru lialdnar útiæfingar i grennd við
bæinn með líku fvrirkomulagi og áður.
1918.
Þetta ár starfaði félagið í tveim sveitum. Foringi
fyrstu sveitar var Arsæll Gunnarsson, en fyrir hinni
sveitinni var Guðmundur H. Pétursson. Æfingar og
fundir voru haldnir reglulega og mátti lieita sæmilega
starfað, en enginn stórmerkilegur viðburður gerðisl i
félaginu það árið.