Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 46
44
samkomu í garðinum við hljómskálann. Við það tæki-
færi gaf skátahöfðinginn, A. V. Tulinius, silfurskjöld
á fánastöng félagsins. Form. fél., D. Scli. Thorsteins-
son þakkaði gjöfina með i*æðu. Eftir það var gengið
fylktu liði um götur bæjarins. Þ. 23. apríi var afmæli
félagsins enn minnst með því, að lialdin var samkoma
í Iðnó. Þangað var boðið stofnendum fél. og fleirum.
Skemmtiatriði voru mörg: sýningar, hljó!ðfæra:dáttur
og fl. Á þessari samkomu afhenti A. V. Tulinius f. h.
B. 1. S. hr. D. Sch. Thorsteinsson æðsta heiðursmerki
skáta — silfurúlfinn — fyrir mörg og merkileg störf í
þágu skátafélagsskaparins. Séra Friðrik, stofnandi fjel.
gat því miður ekki komið á þennan fund, en svohljóð-
andi skeyti barst frá honum (sem lesið var upp á fund-
inum):
„Óska til hamingju með 15 árin. í dag er afmælið
eftir mánaðardegi. Heill og hamingja á komandi árum.
Gott starf, góðan árangur, Guðs blessun“.
Allt þetta ár var starfað af kappi, hæði flokksæfingar.
sameiginlegar æfingar í ldikfimissal barnaskólans og
ferðalög. Sérstaklega var mikið unnið þetta ár við jarð-
rækt, á landareign félagsins, í Lækjarbotnum. T. d. var
megnið af landinu girt og trjárækt liafin, eftir vissu
skipulagi.
Þetta sumar, þ. 24. júní hófst landsmót íslenzkra skáta
i Laugardalnum. Mótið var haldið að tilhlutun Væringja,
í minningu um 15 ára afmæli þess, undir vernd B. 1. S.
I mótinu tóku þátl um 35 skátar frá 3 félögum. Mótstjóri
var Jón Oddgeir. ítarleg grein um mótið hirtist í einni
af Lesbókum Morgunblaðsins það sumar. I ágústmán-
uði þetla ár kom Sig. Ágústsson heim eftir 2 ára dvöl
erlendis. Tók hann þá við stjórn 3. sveitar, því foringi
hennar, Jón Þórðarson var þá hættur störfum.
Á þessu liausti (23. nóv. 1928) var stofnuð sérstök
sveit innan Væringjafél. fyrir þá meðlimi, sem eldri
voru en 18 ára og elcki störfuðu sem foringjar eða höfðu