Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 74
72
tókst okkur að lialda í drengina, sem mest var því að
þakka, að öll starfsemin var fyrir þá nýnæmi. Ársæll dn
1926, og tók ég þá að mér yfirstjórn ylfinganna. Um
sama leyti hætti Unnur Gunnarsdóttir, eii við tók Mar-
grét Þorgrímsdóttir, sem starfaði vel og lengi. Eftir frá-
fall Ársæls, var starfsemin á nokkru reiki, en við gjörðum
okkar bezta. Fundir voru haldnir vikulega ýmisl í húsi
K. F. U. M. eða í Barnaskölanum. Drengjunum var kennt
eftir þeim prófum, er við höfðum samið eftir döilsku Ylf-
ingabókinni. Auk fundanna voru farnar nokkrar skála-
ferðir. Nutum við aðstoðar Óskars Péturssonar nú deild-
arforingja.
Ég mun seint gleyma ferðalögunum með ylfingunum,
])au voru mjög ánægjuleg, eins og mér þótti allt starfið
fyrir þá. Um það leyti er Margrét Þorgrimsdóttir hætti
störfum við ylfingadeildina, fengum við mjög áhugasam-
an foringja, þar sem var Sigriður Helgadóttir. Var nú
ákveðið að skipuleggja ylfingadeildina, því að nú gátum
við notað enskar bækur, þvi 'Sigríður var mjög vel að sér
í því máli. Við vorum vel á veg komin með skipulagn-
una, en um það bil dó Sigríður, öllum til mikillar eftir-
sjár. Við fráfall Sigríðar kom afturkippur i starfsemina
vegna vöntunar á foringjum. Ég liélt þó áfram i eitl eða
tvö ár, en hætti svo. Ég hefi oft séð eftir að halda ekki
áfram, og reyna einu sinni enn að fá foringja, til þess
að halda starfinu áfram og koma því á fastan grundvöll,
því starf ylfinganna er það ánægjulegasta er skátahrejd'-
ingin hefir að bjóða. Eftir þetta tóku við ylfingastarfinu
þeir Emil Bjarnason og Skúli Hansen, en nú starfa, sem
ylfingaforingjar, þeir Halldór Sigurjónsson í 1. deild,
Björgvin Jörgensson i 2. deild og Sigurjón Guðjónsson
i 3. deild.