Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 38
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ um sjómanna. Þannig hafa komið fram tillögur á þingum FFSÍ um að bókleg kennsla Slysavarnaskóla sjó- manna og aðstaða fyrir sjóslysanefnd og Sjávarútvegsskóla S.Þ. gæti verið í Sjómannaskólanum. Slík starfsemi félli að náminu sem fyrir er og okkur ekki til trafala. Þvert á móti geta þær verulega lyft hér undir og eflt mennt- un skipstjórnarmanna.” Unnið verður í samvinnu eftir nýja deiliskipulaginu „Eins og hver maður veit erum við í næsta nágrenni við Kennaraháskól- ann. Þegar unnið var að nýju deiliskipulagi á lóð Sjómannaskólans hér á Rauðarárholti var líka ^ert ráð fyrir að skólarnir þrír (KHI, Stýri- mannaskólinn og Vélskóli íslands) nýttu sér þessa nálægð með margvís- legum hætti. Til dæmis er í skipulag- inu gert ráð fyrir sameiginlegu mötu- neyti, félagsaðstöðu (sundlaug og íþróttahús), dagheimili og nemenda- bústöðum. Þá var gott til þess að hugsa hve nemendur beggja skólanna gætu víkkað sjóndeildarhring sinn og haft verulegt gagn af því að kynnast hverjir öðrum í nánu sambýli og sam- vinnu. Ekki var heldur annað að sjá en mönnum litist harla vel á þetta og þar á meðal okkur Björgin Þór Jóhanns- syni skólameistara V. I, en við áttum sæti í nefnd þeirri sem vann að skipu- laginu. Skipulagið var enda samþykkt í borgarstjórn hinn 10. september 1996. Þar má líta heildstætt og þaul- hugsað skólahverfi sem fullkomin sátt ríkti um. Þar er gert ráð fyrir myndarlegri lausn á húsnæðisvanda vegna verklegu kennslunnar með stækkun vélasalar V.í og tækjahúss, sem er miðstöð fyrir herma. Þessi að- staða fyrir verklega námið gæti einnig komið smíðakennslu kennara til góða. Þá yrði bókasafn okkar flutt af efstu hæð Sjómannaskólans á fyrstu hæð- ina, en þannig gæti safnið orðið raun- veruleg menningarmiðstöð nemenda og sjómanna almennt, en það er helg- að siglingum og sjómennsku og vél- um og tækni um borð í skipum. Með flutningi safnsins skapaðist loks rými fyrir vinnuaðstöðu kennara, en hún er sem stendur bágborin. Allt er skipu- lagið í anda þeirra skoðana sem fram komu árið 1938 á Alþingi, en þar seg- ir: „Hann (þ.e. Sjómannaskólinn) þarf mikið húsrúm nú, en vafalaust miklu meira er fram líða stundir... Enginn sér fyrir þróun langrar framtíðar.“ Það hefðu orðið mikil vonbrigði ef þessu skipulagi hefði verið kollvarp- að og við látnir gjalda nálægðar KHÍ í stað þess að njóta hennar. Satt að segja var ég í hjarta mínu alla tíð bjartsýnn á að til þessa myndi aldrei koma. Ráðherra sagði enda á Alþingi að engin ákvörðun hafi verið um þetta tekin, heldur að aðeins væri verið ver- ið að skoða málin. Hann kveðst held- ur ekki myndu ganga gegn mönnum og féllst því strax á tillögur okkar skólameistara og rektors KHI um samnýtingu húsnæðis. Hugmyndin um ótímabæra og afar kostnaðarsama flutninga og dýra leigu á húsnæði annars staðar var því góðu heilli lögð til hliðar. Þess í stað á að hefja við- gerðir á húsinu sem fyrst, með þarfir Sjómannaskólans og Vélskólans í huga, eins og menntamálaráðherra staðfesti á ágætum fundi 27. febrúar sl. og síðar í bréfi til rektors KHÍ.“ Áfangakerfið mun opna námið og auka aðsókn „Allt fram til þessa hefur Stýri- mannaskólinn starfað samkvæmt bekkjakerfi, en nú er í ráði að næsta haust verði tekið upp hreint áfanga- kerfi. Hinum fjórum stigum skip- stjórnarnámsins (fagnámsins) verður þó haldið, því á þeim byggjast at- vinnuréttindin. Þeir sem þegar hafa lokið 1. stigi munu þó halda áfram í bekkjakerfinu á 2. og 3. stigi, meðan bekkjarkerfið er „keyrt út“, ef svo má taka til orða. Með áfangakerfinu verður allt fyrra nám umsækjenda um skólavist metið, og gagnast mönnum þannig nám sitt úr hvaða öðrum framhalds- skóla sem er. Því geta þeir sem hafa góðan undirbúning í almennum grein- um, tungumálum, stærðfræði, eðlis- fræði, tölvufræðum, o.s. frv., verulega flýtt fyrir sér og snúið sér fyrr að sér- hæfðu námi skólanna. Akveðið hefur verið að bjóða nýj- um nemendum upp á sérstaka Sjávar- útvegsbraut samhliða fagnáminu. Kosturinn við þessa nýju braut er sá að þar verður hægt að taka inn ýmsa þætti, ekki síst verklega, auk almennu greinanna, sem framvegis verða kenndar sameiginlega fyrir bæði Stýrimannaskólann og Vélskólann, eins og áður segir. Meðal helstu verk- legra greina er kennsla á ýmis tæki, herma eða samlíkja, verkleg sjóvinna og fræðsla um öryggismál og skyndi- hjálp. Á Sjávarútvegsbraut verður kennsla til 30 rúmlesta réttinda, en þeirra réttinda er einnig hægt að afla sér við sex skóla og skóladeildir auk Stýrimannaskólans. Þessir skólar eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fram- haldskóli Vestfjarða, Verkmennta- skólinn á Akureyri, Sjávarútvegssvið á Dalvík, Verkmenntaskóli Austur- lands, og Framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum, skipstjórnardeild. Sjávarútvegsbrautin er 68 eininga nám sem taka mun að meðaltali tvö ár eða fjórar annir, en það fer eftir dugn- aði hvers og eins. Við sjáum því að maður með góðan undirbúning getur í framtíðinni lokið fagnáminu fyrr en ella. Þegar hann hefur lokið Sjávarút- vegsdeildinni að hluta eða að fullu á hann að geta lokið fagnáminu á næstu 2-3 skólaárum. Frá þessu hefur þó enn ekki verið endanlega gengið. Margra kosta verður völ. Menn munu geta komið hér og tekið alla almenna áfanga og áfanga Sjávarútvegsbraut- ar, tekið vélavarðarnám, eða 1. stigið og vélavarðarnám, ef þeim sýnist svo.“ Yfir 700 skírteini á fjórum árum „í Stýrimannaskólanum höfum við haldið yfir 100 námskeið í hinum ýmsu greinum á árunum 1993-1997. Hér á meðal er námskeið í fjarskipt- um fyrir starfandi skipstjórnarmenn (GMDSS), ratsjársiglingum (ARPA), meðferð á hættulegum farmi (IMDG), sjúkra og slysahjálp og meðferð lyfja- kistu. Fyrir almenning er svo á haust- og vorönn boðið upp á átta vikna 30 rúmlesta réttindanám. Síðastliðin fjögur skólaár hafa samtals verið gef- in út yfir 700 skírteini vegna þessara námskeiða, en um 300 manns hafa lokið 9 daga fjarskiptanámi. Er mik- ilsvert að alþjóðakröfum um kunnáttu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.