Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43 nemendum betur. En ekki er jafn auð- velt og margur kynni að halda að fá kennsluefni á erlendu máli sem hent- ar. Við höfum sótt um styrki frá menntamálaráðuneytinu til þess að vinna að þessu og hafa ýmsir kennar- ar okkar fengið stuðning til að taka efni saman eða þýða það, sem auðvit- að er ánægjulegt.“ Stöðug uppbygging verknáms- ins „Þá erum við stöðugt að byggja upp hjá okkur verknámið. Ekki er um neina kerfisbreytingu að ræða, heldur höfum við verið að huga betur að innihaldi áfanganna, bæta þá, auka og endurnýja. Eitt stærsta framfarasporið var þegar við fluttum smíðarnar úr svokölluðum „kafbáti“ í kjallara Sjó- mannaskólahússins í austurenda véla- salsbyggingarinnar. Það gerðist fyrir um tveimur árum og hefur komið mjög vel út, því öll aðstaða til kennslu og starfa er nú svo miklu betri en var. í vélasalnum höfum við og verið að setja upp nýja díeselvél með mjög fullkomnum vatnshemli og búnaði til álagsstýringar. Þá erurn við að byggja upp ketilkerfi í salnum. Kennsla á vélherminn er í stöðugri framþróun. Á síðasta ári var gerður nýr viðhaldssamningur, sem Vélskóli íslands, Stýrimannaskólinn í Reykja- vík og Verkmenntaskólinn á Akureyri eru aðilar að, um endurnýjun og við- hald á hermum frá „Kongsberg Norcontrol“, sem er án efa sá fram- leiðandi á skipshermum sem stendur í fararbroddi hvað alla tækni áhrærir. Vegna þessa samnings erum við í Vél- skólanum búnir að fá viðbætur við herminn hjá okkur, en með þeim er hann viðurkenndur sem þjálfunar- og kennsluhermir er fullnægir öllum kröfum Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar (STCW). Á síðasta ári feng- um við nýja, litgrafíska vélarrúms- herma, og er þar um mjög góð og full- komin tæki að ræða sem notuð eru til að kenna ýmis verkefni, svo sem á sviði vélfræði, rafmagnsfræði og ekki síst stillitækni. Þarna tel ég okkur mjög vel setta því þetta eru afar virk kennslutæki sem grípa inn í marga þætti í námsskrá skólans, verklega og bóklega áfanga. Nemandi sem lýkur fjórða stigi hefur verið um það bil 150 kennslustundir í hermunum.“ Mikil aðsókn er að vélgæslu- niannanámskeiðunum „Að undanförnu höfum við boðið upp á vélgæslumannanámskeið og hefur mjög góð aðsókn verið að þeim. Þau taka 60 kennslustundir og lýkur með prófi. Er þetta samkvæmt at- vinnuréttindalögum, en námskeiðin veita réttindi á vélar upp að 220 kW. á báta upp að 20 tonnum. Eg álít að þau skapi aukið öryggi á smábátunum, en óhöpp um borð í þeiin stafa iðulega af vélarbilunum. Slfkum óhöppum ætti vonandi að fækka og rekstur jafn- framt að verða hagstæðari. í fyrstu fann ég að sumir voru dálítið ósáttir við að verða að koma á þessi nám- skeið og fannst að verið væri að knýja þá til þess. En það hefur breyst. Eftir því sem á líður eru menn farnir að sækjast eftir að koma og telja það sér til ávinnings. Oft er það sami maður- inn á smábáti sem bæði sinnir skip- stjórn og vélstjórn. Því miður hefur ekkert enn gerst í því að koma á hásetafræðslu og ber að harma það. í nágrannalöndum okkar er löngu búið að innleiða slíkt nám og í því er mikil áhersla lögð á verklegu þættina. Erlendis er hásetanám hlið- stætt iðnnámi og er markmiðið að menn geti starfað bæði á dekki og í vél að viðgerðum og viðhaldi. í það minnsta er það þannig hugsað fyrir kaupskip, en við gætum haft misrnun- andi útfærslur á þessu — það er bæði fyrir kaupskip og fiskiskip. Það getur ekki verið annað en spurning um tíma hvenær þessu námi verður komið á hér hjá okkur. Við skólameistarar Sjó- mannaskólans höfum gert tillögu til menntamálaráðherra um slíkt nám.“ Gildi símenntunar „Símenntun verður æ nauðsynlegri þáttur vélstjómarnámsins, því þróun- in er það hröð. Til þess að geta stund- að símenntun þarf traustan, almennan grunn. Ég nefni málakunnáttu, stærð- fræði, fræðilega vélfræði og raf- magnsfræði. Að þessu þurfa menn að búa til þess að geta tileinkað sér stöðugt nýja tækni. Þegar menn tala um að minnka ætti almennt nám hér og stytta námstímann, finnst mér að verið sé að tala utan úr grárri forn- eskju. Ég bið Guð að hjálpa þeim manni sem telur að hann þurfi ekki að sí- mennta sig í þessari grein. Sá tírni er liðinn þegar menn töldu sig lausa allra mála þegar þeir á annað borð höfðu fengið eitthvert réttindaskjal í hendur, þótt auðvitað verði áfram um réttinda- nám að ræða. Sá sem ekki ávaxtar sitt pund og fylgist vandlega með mun hvergi fá neitt að gera þegar frá líður. Honum verður hafnað. Þótt við hefð- um viljað sjá enn meiri aðsókn að endurmenntunarnámskeiðum vél- stjóra, þá hefur átt sér stað bylting frá því sem áður var. Við vorum þá með sumarnámskeið sem ekki voru nógu vel sótt. En síðan tókum við upp sam- vinnu við Vélstjórafélagið og LÍÚ um að koma upp styrkri endurmenntun. Skólinn lagði til kennslukrafta eftir því sem hentaði, aðstöðu og tæki en Vélstjórafélagið réði mann í hálf't starf til þess að sinna þessum málum. Auk þess hefur Vélstjórafélagið aug- lýst námskeiðin hér og úti á landi dyggilega í blaði á sínum vegurn. Þá vil ég geta þess að við höfum átt mjög gott samstarf við Landsvirkjun um endurmenntun vélstjóra hjá því fyrir- tæki. Gott tæknibókasafn er á efstu hæð Sjómannaskólahússins, en slíkt safn er nauðsynlegur liður í endur- menntun vélstjóra og skipstjórnar- manna. Endurmenntunarátakið hefur skil- að miklum árangri sem á enn eftir að batna og taka framförum. Meðal ann- ars þarf að vekja fleiri atvinnurekend- ur til skilnings á þessu nauðsynlega verkefni. Margir þeirra gera sér þörf- ina fyllilega ljósa og hafa þeir staðið vel við bakið á mönnum, en hjá öðr- um skortir talsvert á nægilegan skiln- ing.“ Námið ekki viðameira en með- al grannþjóðanna „Sú skoðun hefur verið sett fram af nokkrum forystumönnum í íslenskum sjávarútvegi að námið hér væri mun viðameira en gerist á meðal nágranna- þjóða okkar. Fór ég sjálfur í það að gera könnun á þessu og kom þar fram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.