Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 20
116 ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI eimreiðin
Metorðagirnd og höfðingjahollusta íslendinga á söguöldinni
er svo alkunn af sögunum, að henni þarf lítt að lýsa. Það
fyrsta, sem menn gerðu, er menn komu til útlanda, var að
reyna að koma sér í mjúkinn hjá konungunum og fá hjá
þeim hirðvist og metorð. Og einmitt af þessu hrósa þeir sér
mest, þegar heim er komið, og eins söguritararnir síðar meir.
Og allajafna, er Noregskonungar gera orðsending til íslenzkra
höfðingja um eitt eða annað, þá þjóta þeir upp til handa og
fóta að gera þeirra vilja, svo að nærri stappar, að stundum
sé um hrein landráð að tefla (sbr. Guðmund ríka).
Nú var það alkunnugt á Islandi, hvert heljarkapp Ólafur
konungur Tryggvason lagði á að kristna Island. Það var þv1
ekki mikillar vináttu að vænta úr þeirri átt fyrir þá, sem a
móti því lögðust. En hins vegar gátu þeir átt von á miklum
frama og konungshylli, sem beittust fyrir að koma kristninni
á. Þetta hefur sjálfsagt orðið þungt á metunum hjá mörgum,
og þar á meðal hjá Gissuri hvita og Hjalta Skeggjasyni, sem
urðu helztu forsprakkarnir fyrir kristnitökunni. En við það
bættist og annað, sem ekki mun hafa ráðið minna; og það
var, að þeir voru í frændsemi við konunginn, Gissur og Olaf-
ur Tryggvason þremenningar í móðurætt og Hjalti tengdasonur
Gissurs, svo að kona hans og konungurinn voru að þriðja og
fjórða. Það má nærri geta, hvern þátt þessi frændsemi hefur
átt í afstöðu þeirra til kristniboðsins, sem þeir vissu, að
konunginum var svo mikið áhugamál. Þeir sáu sér leik a
borði, ef þeir yrðu fylgjandi kristninni, að komast til meiri
metorða en nokkrir aðrir Islendingar. Og þetta brást heldur
ekki, er þeir komu til Noregs. Því bæði gekst konungur
við frændseminni og hafði svo mikið við Gissur, að hann lét
hann „sitja fyrir ádrykkju sinni, innar en lenda menn“, sem
þó annars höfðu mest metorð allra við hirðina.
Það er annars alleinkennilegt að taka eftir því, hve mikil
áhrif þessi frændsemi íslendinga við Noregskonunga tvívegis
hafði á örlög Islands og sögu. Fyrst frændsemi Olafs Tryggua-
sonar og Gissurar hvíta, sem kristnitökunni fékk á komið a
Islandi; og þar næst frændsemi Gissurar jarls og Hákonar
konungs gamla. Því Gissur jarl var í beinan karllegg kominn
af Gissuri hvíta og var auk þess í móðurætt skyldur konung-