Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Page 60

Eimreiðin - 01.04.1927, Page 60
156 W. A. CRAIGIE eimreiðin mætur á þeim. Hefur það lengi verið áform hans að rita bók um þann þátt íslenzkrar bókmentasögu, en hamingjan má vita hvort honum vinst nokkurntíma tóm til þess frá öðrum önnum. Er ilt til þess að vita ef það skyldi farast fyrir, því flestum eða öllum mun hann til þess færari sökum snildar sinnar, lifandi samúðar með verkefninu og víðtækrar þekkingar á öllu því, er varpa má ljósi yfir það. Þegar Craigie kom aftur frá Danmörku (1893) varð hann kennari í latínu við St. Andrews háskóla og hélt því embætti í fjögur ár, en auk þess sem hann rækti það, hélt hann á- fram að auka þekkingu sína í þeim fræðigreinum, sem hann hafði sérstaklega lagt stund á. Þá tók hann saman og þýddi bók sína Scandinavian Folk-lore (1896), úrval úr þjóðsögum allra Norðurlanda, hina snildarlegustu bók með ágætum skýr- ingum og athugasemdum (sbr. Eimr. 1898, bls. 160). Sama árið kom einnig út eftir hann Primer of Burns (líklega hin bezta handbók sem til er um Burns handa alþýðu manna) og út- gáfa af kvæðum Burns, sem hann hafði búið til prentunar í félagi við Andrew Lang, hinn nafnkunna fræðimann, rithöfund og skáld. Einnig lagði hann drjúgan skerf til æfintýrasafns þess, er Andrew Lang var þá að gefa út. Voru það dönsk og íslenzk æfintýri, sem hann þýddi þar, og í bók Langs Dreams and Ghosts lagði hann til íslenzkar reimleikasögur og drauma. I júnímánuði 1897 giftist Craigie stúlku frá Dundee, Miss Jessie K. Hutchen, sem er rithöfundur eins og hann sjálfur og hefur síðan verið hans önnur hönd við öll hans störf. Mundi honum trauðlega hafa tekist að afkasta svo miklu, sem raun hefur á orðið, ef hún hefði eigi verið honum svo samhent. Hún er hin mesta ágætiskona í alla staði, fríð sýn- um og tiguleg í framgöngu, vinföst og veglynd, skörungur mikill og einörð, svo að ekki er ósennilega til getið að þeim, sem ekki geta felt sig við annað en sætsúpuvolgur tízku- hræsninnar, þyki á stundum nóg um hreinskilni hennar og bersögli. Það var ætlun þeirra er þau giftust að fara strax til Danmerkur og dvelja þar sumarlangt, en þetta fór öðru- vísi, því að í þeim svifum var Craigie boðið að gerast með- starfandi við Oxford-orðabókina miklu, í þeim tilgangi að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.