Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 64
296
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðin
smáræði, og mundu fáar nýjar bækur gert hafa.“ Einar hyggur,
að sögurnar hafi auk þess verið sá skóli, er kendi ungling-
um að meta góðan skáldskap; nú sé öldin önnur: íslendingar
sé hættir að lesa sögurnar, enda hafi liugir þeirra lokast fyrir
skáldskap. í staðinn hafi náttúrufræðin átt að koma, en hér
sé um geysi-milda afturför að ræða.
A deilur þeirra Gests hefur áður verið minst, en þær tóku
vitanlega ekki til skoðana þeirra á bókmentum, enda bað
Gestur Einar að rita um sig látinn, og það gerði hann (í Lög-
bergi 26. ágúst og 2. september 1891 og í Ritsafni 1927). Árið
1892 komu út tvær bækur: Jónas Jónsson: Randíður á Hvassa-
felli og Þorgils gjallandi: Ofan úr sveitnm. Randíði taldi Einar
með því bezta, er Jónas hefði ritað, enda sé hann meiri fræði-
maður en skáld. En á kveri Þorgils gjallanda sá hann bæði
kost og löst,1) og gaf það honum tilefni til merkilegra hug-
leiðinga. Eftir að hafa fundið að ýmsu, er honum þótti miður
trúlegt, t. d. skorti hins íslenzka almviga á umburðarlyndi,
eða að aðferð Þorgils, sem honum virtist þurfa að læra að
vinsa betur úr samtölunum, þá lýkur hann dómi sínum með
þessum merkilegu orðum:
„Búast má við, að þessar sögur fái ómilda dóma. Ef höf-
undur vill vera sjálfum sér samkvæmur, þá ætti hann ekki
að kippa sér upp við það. Því að hann sýnir sjálfur fremur
litla vægð því, sem honum er ógeðfelt og andstætt er hans
eigin skoðunum, hvað heilagt sem það er öðrum rnönnum-
í vorum huga er enginn vafi á því, að það væri ávinningur
fyrir hann sem skáld, ef þar gæti breyting á orðið. Ekki svo
að skilja að vér óskum, að hann eða nokkur annar höfundur
dylji sína lífsskoðun. Oss er sannarlega ekki ljóst á hverju
skáldskapur á að grundvallast, ef ekki á lífsskoðun höfundar,
hver sem hún nú er. En því er svo varið, að alt sem mönnum
er heilagt á einhvern rétt á sér. Því aðeins er það mönnum
heilagt, að það á djúpar rætur í lífi þjóðanna og einstakling-
anna og fullnægir einhverri þörf hjartans. En af öllu hinu
dýrmæta hlutverki skáldsins er það dýrmætast og háleitast
að læra að skilja lífið, líf þjóðarinnar og líf einstaklinganna,
„rannsaka hjörtun og nýrun“ eftir því sem oss skammsýnum
1) Lögb. 13. ág. 1892.