Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 70
302
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðiN
en Ijós sólarinnar, — beisk ádeila á þröngsýni og kotungshátt
landa hans. í Vinirnir lýsir hann því, hversu hugsjónir, sem i
eðli sínu eru ekki annað en glapsýnir, megna þó að slíta traust-
ustu vinarbönd; og hefðu sumir trúmála-þjarkarnir eflaust
mátt taka það til sín, en þó sannaðist þetta á Gesti Pálssyni og
honum sjálfum, eins og kvæðið Endnrminning sýnir.
Fremur sem áhorfandi en athafnamaður lýsir hann mann-
lífinu i Sigling lifsins, þar sem stórskip og smáfleytur veltast
um veraldarsjóinn, en allir sigla þessir sómamenn jafnt fram
hjá manninum, sem komist heí'ur á kjöl kænu sinnar. Héðan
er skamt yfir í hina ábyrgðariausu náttúru, er hamast grimm
og máttug í kvæðinu Bglur, „er drekkur erfi að íslenzkum
sið, þess alls, sem í dauðann er gengið“. Skamt er þaðan til
náttúrulýsinga Gests Pálssonar, sem Einar taldi sjálfur, að
bæri keim af Ivan Turgénjev.
Dauði og dapurleikur surfu fast að Einari fyrstu árin hans
vestra. Þá misti hann konu sína og börn. Eftir barn lýsir
átakanlega tómleika hans eftir missinn. Þá gripur heim-
þráin hann í kvæðinu Dalurinn minn, en sorg og vonbrigði
kristallast í kvæðunum Kossinn og Hún fölnaði (Molltónar).1)
Jafnvel í þýðingum, eins og Söngur Sorais drotningar (H-
Haggard), Einn og Rizpa (Tennyson), fær vanmáttartilfinn-
ing höfundarins lítrás, og þá lýsir hún sér ekki síður í Iíon-
nngurinn á Svörtu egjunum, eftir Þúsund og einni nótt. Sjötta
ferð Sindbaðs, eftir sömu bók, minnir hann á einu leiðina,
sem þessi ömurlega sigling lífsins að lokum verður að taka:
— Svo brýt cg að lokum bátinn minn
og berst inn i gljúfravcginn. —
Við förum par loksins allir inn. —
En er nokkuð hinu megin?
Við þeirri spurningu hafa þessi ljóð ekkert svar. Enginn gat
af þeim séð, að þessi spurning átti eftir að verða upphaf allrar
vizku höfundarins.
Enn eru þó ótalin nokkur ljóð, sem sýna, að höfundurinn
hefur ekki lagt árar í bát, heldur sækir fast róðurinn með
seiglu og þreki islenzkra harningsmanna. Þetta eru tæki-
færiskvæðin, kveðin til vorsins (Vorvisur), til jóla og nýjárs,
1) Sunnanfari, jan. 1892. 1: 63.