Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 18
130
BARÁTTAN við þokuna
EJJIREIÐIN
laugaÖi landið og alt Ijómaði í birtu. Það nicá rekja þessa sól-
skinsmorgna sögunnar i gegn um aldirnar alt frá landnámstíð.
Meðan þjóðin var frjáls og sjálfri sér ráðandi, voru þeir tíðir,
fækkuðu í foraði Sturlungaaldar og niðurlægingar þeirrar, er
þar á eftir fylgdi um aldir, en fjölgaði með frelsisbaráttu 18.
og 19. aldar. Samt var þokan og sljóleikinn svo mikill á sjálfri
þessari frelsistið, að íslendingar bjóða ekki sjálfum öndvegis-
höld þjóðarinnar, Jóni Sigurðssyni, að sitja þúsund ára hátíð
íslands bygðar árið 1874. Hinn 1. dezember 1918 er sólbjart
yfir og fyrirheit lun marga bjarta morgna framundan. En hve
margir hafa svo þessir björtu morgnar verið síðan? I vetur
voru 20 ár liðin frá fullveldisviðurkenningunni, þessu merkis-
ári í sögu íslands, árinu 1918, sem finna má jafnvel skráð fyrir
mörg þúsund árum í pýramidanum mikla á Egyptalandi, eins
og líka árið 1941, að sögn pýramidafræðingsins og Islands-
aðdáandans mikla, Adams Rutherfords, sem um þessar mundir
gistir landið. En árið 1941 á þjóðin kost á að fullkomna sjálf-
stæði sitt og sjálfstjórn, hefja nýtt tímabil í sögunni árþús-
undir eftir að hér var til fulls komið á stofn hið forna lýð-
veldi íslendinga. Enginn minsti vafi er á því, að þessi er og
ætlun bæði þings og þjóðar, svo sem endurteknar yfirlýs-
ingar allra flokka alþingis sýna og sanna. Hitt ber þá jafn-
framt að gera sér ljóst, hversu skýrt það takmark sé fram-
undan, hversu þoka þjóðmálanna kunni þar að byrgja sýn
— og hve vel vér séum undir hin nýju tímamót búin.
II.
Því hefur nýlega verið haldið fram í riti, af einum belzta
höfundi sósíaldemókrata hér á landi, að vér íslendingar séum
sem stendur staddir á stigi ríkisauðvaldsins, þriðja og böl-
vænasta stigi auðvaldsþróunarinnar. Þó að þetta virðist nú í
fljótu bragði öfugmæli um ríki, sem er skuldum vafið, þá er
hér um að ræða hárrétta staðhæfingu, sem enginn getur lokað
augunum fyrir lengur. Hinn óheilbrigði ofvöxtur í ríkisbákn-
inu, sem er orðið eins og stórvaxið kýli á þjóðlíkamanum,
hefur verið nokkrum mönnum áhyggjuefni um langt skeið, en
aðeins tiltölulega fáum. Um stigafjöldann í þróun ríkisauð-
valdsins skal aftur á móti ósagt látið. Þar getur eins vel verið