Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 118
230
RITSJÁ
eimreiðin
íslenzku liandritanna sérstaklega, en visar lil nánari greinagerðar i út-
gáfu Dalilerups og víðar. En útgefandinn setur einnig fram ýmsar nýjar
og merkilegar athuganir frá sjálfum sér, m. a. um kynjasögur, er hann
rekur til myndanna i Physiologus (einfætingurinn i Eiriks sögu rauða,
hvalurinn lyngbakur í Örvar-Odds sögu), og ekki er liitt minna vert,
að hann leiðir fyllri rök en áður liafa færð verið að því, að Physio-
logus sé til vor kominn frá Englandi. — Útgáfunni fylgir texti með
samræmdri stafsetningu, en í honum eru þvi miður meinlegar prent-
villur, einkum þannig lagaðar, að orð hafa fallið niður, og vildi ég
beina þeirri ósk til próf. Halldórs Hermannssonar, að hann leiðrétti
þær i næsta hefti af Islandica. Menn eru óvanir þess háttar göllum á
verkum þeim, er liann lætur frá sér fara, og einmitt af þeirri ástæðu
er meiri þörf leiðréttinga en ella mundi. K Þóróifsson.
DAGINN EFTIR DAUÐANN. I.ýsing á lifinu fyrir handan. — Einar
Loftsson sneri úr ensku. Með formála eftir Snæbjörn Jónsson. Rvik 1939
(Isafoldarprentsm. h/f). — Það er mesti fjöldi til af bókum, sem veita
upplýsingar um lifið eftir dauðann, og eru þær að vonum með ýmsu
móti, þvi að bæði getur sambandið við annan heim verið mis-gott hja
miðlunum og reynsla framliðinna manna að vonum misjöfn. Tvent er
það, sem aðallega má dæma áreiðanleik slíkra fregna eða lýsinga eftir,
en það eru meðfylgjandi sannanir (um fram alt) og svo það, hvernig
lýsingunum ber saman i aðalatriðum. Auðvitað verður og að gera ráð
fyrir því, að eðli annars lieims sé þannig varið, að ekki sé unt að l>'sa
honum á jarðnesku máli, nema þá á mjög táknrænan hátt, enda er
þess oft getið í skeytum handan að.
Þessi bók, sem liér um ræðir, virðist vera mjög vel valin sem sýnis-
liorn slíkra bóka af beztu tegund, því að liún hefur innri sennileika 1
sér fólginn, þótt ytri sannanir vanti. Að visu nær liún eðlilega aðeins
yfir takmarkað svið, og ýmislegt i lienni orkar tvimælis, en yfirleiti
cr hún sennileg, það sem liún nær.
Einar kennari Loftsson á þakkir skilið fyrir þýðinguna og virðist hafa
leyst hana vel af hendi. Snæbjörn bóksali Jónsson skrifar fróðlegan og
skemtilegan formála. Frá útgefandans hendi er bókin prýðileg.
Jakob Jóh. Sniári.
Nýjustu bækurnar.
Fjöldi bóka hefur komið út síðustu mánuðina, sem Eimreiðinni hefur
.borist, en hvorki unnist rúm né timi til að minnast á þær allar. Ni'11
höfundar koina fram á sjónarsviðið með liverju tungli. Þeir spretta upP
eins og grös vallarins. En i harðbalagróðri íslcnzkra bókmenta eru Þ8®
aðeins örfáir, sem lifa af byrjunarepfiðleikana, þola vetrarkuldann °g
koma skýrt mótaðir og sérstæðir út úr deiglu þroskaáranna. Tiltölu-