Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 80
eimreiðin
Herra Tiptop.
Smásaga eftir Hulchi Bjarnadóttur.
Guðmundur Jónsson, skrifstofumað-
ur hjá einu stórfyrirtæki bæjarins, sat
álútur við vinnu sína á skrifstofunni
og var að leggja saman langan talna-
bálk. f>að var eins og hann gæti ekki
haft hugann fastan við það, sem hann
var að gera. Tölurnar brugðu á dans
inni í höfðinu á honum, og hann fékk
aldrei rétta útkomu. Það var heldur eng-
in furða þótt hann gæti ekki beint hug'-
anum eingöngu að þessum hannsettu
tölum, sem voru alveg að gera hann vit-
lausan, því hann var að hugsa um kauphækkun, sem hann ætl-
aði að fara fram á.
Hann ætlaði á hall næstkomandi laugardagskvöld, var búinn
að bjóða dömu með sér, og það kostaði nú skildinginn. Svo
þurfti hann að kaupa sér einn hlut fyrir ballið, sem hann
hafði lengi haft hug á að eignast. Hann brosti með sjálfum
sér. Þegar á alt var litið, hafði lífið ýmislegt upp á að bjóða,
sem gerði það vert þess að lifa því. Og til hvers fjandans var
maður lika að þræla eins og hundur fyrir smánarkaupi, ef
maður gæti aldrei veitt sér ánægjustund á milli. Því smánar-
kaup hafði hann, eins og hann vann mikið, það hlaut hver
einasti heilvita maður að sjá. Og ef svo óheppilega vildi til að
hann svæfi yfir sig á morgnana endrum og eins, og það var
ekki nema endrum og eins, og mætti hálftíma of seint í vinn-
una, þá var svipur á lorstjóranum, já, hreint og beint svipur,
og var það þó helvíti hart af manni, sem aldrei gerði ærlegt
handarvik sjálfur.
En nú varð Guðmundur Jónsson að fá meira kaup, en hann
var svo skratti huglaus, það var gallinn. Hann hafði lengi haft
f hyggju að hiðja um kauphækkun, en þegar á átti að herða
Hulda Bjarnadóttir.