Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 25
EISIREIÐIN
BARATTAN VIÐ ÞOKUNA
137
hverri þjóð er nauðsynlegt til þess að geta lifað menningar-
lífi. Og ekki skal því neitað, að framfarirnir hafa verið miklar
°g örar að vexti síðustu tuttugu árin, þó að deila megi um
gæðin. Nú kemur til greina að athuga hvað verða muni, þegar
afturkastið kemur, en það er nú að hefjast eftir öllum sólar-
fflerkjum að dæma. Þensluþol og yfirboðsgeta pólitísku flokk-
anna hefur hvorttveggja verið spent til hins ýtrasta og er að
Riissa máttinn. Þörfin fyrir allra samtök og sameiginlegt átak
er að verða Ijós.
IV.
Fjárlagafrumvarþ það fyrir árið 1940, sem nú liggur fyrir
þinginu, gefur góða mynd af því hvar vér stöndum og
sýnir mætavel þá bólgu, sem hlaupin er í hið mikla rikisbákn
hinnar litlu íslenzku þjóðar. Þegar alþingi samþykti hin fyrstu
embættislaunalög, árið 1875, voru fastir embættis- og sýslunar-
menn, launaðir úr landssjóði, um hundrað og laun og eftirlaun
um 140 þús. krónur á ári. Samkv. frumvarpinu, eins og því er
ætlað að verða að lögum, til þess að vér að áliti stjórnarinnar,
sem flutti það, getum rekið ríkisbúskapinn á næsta ári, fara
um 6 miljónir króna i launagreiðslur, og um 2000 manns höf-
um vér, þegnar hins íslenzka ríkis, á föstum launum, til þess
uð inna af hendi hin opinberu störf. Það er með öðrum orð-
um einn embættismaður á hver 50—60 nef í landinu. Þess utan
skifta þeir náttúrlega þúsundum, sem auk hinna föstu embættis-
°g starfsmanna, vinna meira og minna á vegum hins opinbera,
að ógleymdum öllum skaranum, sem undanfarið hefur dregið
fram lífið í bæjum og kaupstöðum á opinberum atvinnuleysis-
styrkjum og öðru styrktarfé, á meðan bændur landsins hafa
varla getað komist yfir að hirða búpening sinn og inna af
hendi nauðsynlegustu heimilisstörf vegna skorts á vinnuafli.
Breytingarnar, sem orðið hafa á hinu opinbera starfsmanna-
hði á undanförnum 40 árum, eru meiri en nokkurt okkar, sem
nú erum fulltíða, hefði getað dreymt um, þegar við í þögulli
lotningu fyrir tign og herradómi hins opinbera embættisvalds,
hlýddum á kennarann okkar útskýra, að prestar, sýslumenn
°g læknar fengju sín velforþéntu laun frá landinu, sem þeir
°g helguðu krafta sina í einu og öllu. Nú eru þeir herrar fyrir