Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 28
140
BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA
EIMREIÐIÍf
haldið sé lengur áfram á þessari braut, — og það er ástæða
til að ætla, að þetta sé sjálfum stjórnmálaflokkunum í heild að
verða ljóst. Atburðir, sem gerst hafa á allra síðustu tímum í
íslenzkum stjórnmálum, gætu að minsta kosti lient i þá átt.
V.
Þriðjudaginn 18. apríl þ. á. var tilkynt á alþingi skipun nýrr-
ar fimm manna ríkisstjórnar yfir fslandi. I stjórn þessari eiga,
eins og kunnugt er, sæti tveir ráðherrar úr Framsóknarflokkn-
um, tveir úr Sjálfstæðisflokknum og einn úr Alþýðuflokknum.
Ástæðurnar fyrir því að fjölga nú ráðherrum upp í finnn voru
að ýmsu taldar líkar og á þingi 1917, þegar l'jölgað var ráð-
herrum úr einum upp í þrjá: Stjórnarstörfin yfirgripsmikil
og margbrotin, timarnir erfiðir og útlitið slæint. Loks varð ekki
annað skilið en að opinber starfræksla og framkvæmd væri að
miklu eða öllu leyti að komast í strand, og þessvegna nauðsyn
skjótrar og öflugrar samvinnu, nauðsyn þjóðstjórnar, sem nyti
stuðnings og trausts.
I grein minni „Við þjóðveginn“ frá 30. júní 1937, sem birt-
ist í 2. hefti þessa tímarits sama ár, var hent á þá hugsanlegu
lausn út lir öngþveiti togstreitunnar í stjórnmálum pólitísku
flokkanna, að mynduð yrði sterk þjóðstjórn allra flokka í
landinu. Það var því fagnaðarefni að sjá stuttu síðar grein í
„Tímanum“ eftir Jónas alþingismann Jónsson, þar sem ein-
mitt var rætt uin myndun þjóðstjórnar. Kosningarnar til al-
þingis voru nýafstaðnar, án þess að nokkur flokkanna fengi
hreinan meirihluta þingmanna. Hugmyndin um þjóðstjórn
virtist þó ekki eiga þá neinn byr. Og enn gengu Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn saman um stjórnarmyndun,
þó að sú stjórn yrði skammlíf. Ráðherra Alþýðuflokksins
hverfur úr stjórninni og flokkurinn klofnar. Þegar þingið kom
saman 14. febr. síðastl. hafði Framsóknarflokks-stjórn farið
með völdin um skeið með hlutleysi Alþýðuflokksins, án þess
að nokkur vissi í raun og veru hvort hún hefði meirihluta
kjósendanna í landinu að baki sér eða ekki. Margt bendir til
að svo hafi ekki verið, svo sem klofningurinn í Alþýðuflokkn-
um og vaxandi fylgi Sameiningarflokks alþýðu á kostnað hans.
Hversvegna gat nú ekki orðið af myndun þjóðstjórnar eftir