Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 53
EIMHEIÐIN
Biðstofan.
Leikþáttur eftir Lárus Sigurbjörnsson.
Leiksviðið er biðstofa læknis.
Gluggalaus. Gegnt áhorfenduin eru
dyrnar inn í viðtalsstofu læknis-
ins. Þegar dyrnar eru opnaðar,
bregður fyrir sterkri bláleitri birtu
innan frá viðtalsstofunni. Á miðju
gólfi í biðstofunni er borð og ósam-
stæðir stólar út við veggina. Út við
miðjan vegg til hægri, gegnt inn-
göngudyrum, er gamaldags rauður
viðhafnar-flossófi. Á borðinu flóir
alt í blöðum, aðallega gömlum og
rifnum myndablöðum.
Þegar tjaldið fer frá, virðist bið-
stofan tóm, en við nánari aðgæzlu
sést i einu horni stofunnar gamall
blindur maður, sem situr Jiar hreyf-
ingarlaus á stól, eins og hann hafi
verið skilinn þar eftir í ógáti. —
^ú eru inngöngudyrnar opnaðar og blindi maðurinn snýr andlitinu hægt í
‘lttina til dyra. Inn kemur kona með dreng. Hún er lítil og veikluleg, en
s'rákurinn feitur og pattaralegur. Hún ýtir honum á undan sér með stutt-
Um’ sr>öggum hreyfingum, en hann stympast á móti, fullur af þverúð og
i°tningu fyrir læknislistinni.
Konan (um leið og hún kemur inn): Góðan daginn.
Blindur maður: Góðan daginn.
Konan (stjakar drengnum á undan sér): Við skulum setj-
ast hérna, Stjáni minn. (Sezt i athugaleysi í sófann). Taktu
°tan húfuna, Stjáni. (Stjáni gerir það. Konan verður þess vör,
aS hún situr i viðhafnarsætinu. í fátinu, sem á hana kemur,
stendur hún upp, gripur hrafl af blöðum og sezt á stól nær
blinda manninum). Birtan er betri hérna megin. (Ætlar að
lesa, en blöðin snúa þá öfugt fyrir henni, og þar sem Stjáni sit-
Ur sem fastast i sófanum, se.gir hún höstugt við hann og smjr