Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 19
eimreiðin
BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA
131
um 3X3 eða 30X3 stig að ræða eins og 3. En það eftirtektar-
verðasta við þetta stig ríkisauðvaldsins, sem talið er nvi ein-
kennandi fyrir ísland, er að því skuli vera náð sem beinu
aframhaldi og afleiðingu þeirrar stefnu í þjóðfélagsmálum, sem
fylgt hefur verið og svo að segja allar framkvæmdir hafa lotið
a undanförnum árum. Það mætti því ætla, að fylgjendur þess-
nrar stefnu væru harla glaðir yfir, að þessu stigi skuli nú náð,
Þar sem hin algera þjóðnýting sé lokatakmarkið. En svo er
ekki. Nú gætir hvarvetna uggs og ótta við þessa áður svo glæsi-
legu braut að fjölda dómi. Augu manna eru að opnast fvrir
Því, að brautin sé í raun og veru ófæra, sem þoka vanhyggju
°g skammsýni hafi leitt þjóðina út í. í stuttu máli: Hér verði
að nema staðar og snúa við, áður en um seinan sé.
Það lætur að líkum, að kotríki eins og íslenzka ríkið, sem
eitt þarf árlega að greiða Bretum um 75 000 sterlingspund (árið
1940: £ 74530-0-0), Dönum um 80 000 d. kr. og innanlands yfir
% miljón króna (árið 1940: kr. 566 685.00) í afborganir og
Vexti af föstum lánum eingöngu, þurfi að ganga hart að þegn-
unum til þess að geta staðist útgjöldin, enda er það svo. Eftir
lall íslenzku krónunnar nú i vetur nemur þessi upphæð, sem
uðeins gengur í afborganir og vexti af föstum lánum rikisins,
Ual. 2% milj. króna. En allar tekjur ríkisins eru í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir árið 1940, sem lagt var fyrir þingið i vetur,
°g enn óafgreitt, áætiaðar um 17,7 miljónir króna eða um 150
kr- á hvert einasta mannsbarn í landinu. Þar við bætast svo
°pinber gjöld til bæjar- og sveitarféiaga, sem sífelt fara vax-
andi. Ofan á þetta bætist, að undanfarið hefur stefnan verið
su að draga ýmsar greinar atvinnurekstrar landsmanna inn
Undir ríkið. Við það fjölgar þeim stöðugt, sem verða aðeins
l'jónar hins opinbera, en reka enga sjálfstæða framleiðslu sjálf-
lr- Hinum opinberu fyrirtækjum hefur undanfarið verið að
fjölga jafnframt því sem dró úr einstaklingsrekstrinum. Af
óllu þessu hefur smám saman myndast óeðlilegt misvægi milli
framleiðendanna í landinu og ríkisins, eða réttara sagt ríkis-
uuðvaldsins, svo að notað sé hið tekniska heiti sósíalista. Þetta
nnsvægi getur aldrei endað nema á einn veg, að öðru óbreyttu.
Híkisauðvaldið sigrar og endar í algerri þjóðnýtingu að marx-
istiskri fyrirmynd. Það er ómögulegt fyrir framleiðendur að