Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 46
158
MI5ST1 RITDÓMARI NORÐURLANDA
eimreiðin
að þekkja upphaf þjóðlífsins og þær sagnir, sem um aldir hafa
haft áhrif á hugarfar manna, eins og dularkraftur guðlegs anda.
Það dugar elcki að ganga framhjá þeim andlegu fyrirbrigðum,
sem fólkið hefur gripið dauðahaldi í á alvörutímum og hafa
fyit þúsundir manna með þrótti sannfæringarinnar.
Mest starsýnt verður honum á Ólaf konung helga, þessa
merkilegu persónu, sem fyrir 900 árum yfirbugaði söguna,
þannig að sjálft efnið í henni varð að beygja kné fyrir and-
anum. Hann mætir persónugerfingi Ólafs alstaðar í hugsana-
lífi og skáldskap Norðmanna. En til þess að kynnast Ólafi
konungi verulega verður hann að þekkja Snorra Sturluson,
sem reit söguna. Að Ólafur helgi fylti veruleikann með vitr-
unum, sem lýstu gegnum ólíkt aldarfar og bygðu upp heila ver-
öld af huggun, trú og krafti í sálum manna, er fyrst og fremst
að þakka hinu guðborna skáldi, Snorra Sturlusyni. Snorri
hlés ódauðleik listarinnar í sögu Ólafs, sem er eitt af merki-
legustu ritum Evrópu. I henni speglast hugarlíf Snorra sjálfs,
leyndur eldur, ilhnenska og góðmenska, barátta milli jarð-
bundinna hvata og himinborins anda. Öll kraftaverk, sem
skeð hafa í nafni Ólafs konungs, eru kraftaverk listarandans.
Ólafur Haraldsson gleymdist, og Ólafur helgi varð að sigurvon
heillar þjóðar á erfiðum tímum. Þannig opinberast gróður and-
ans, eins og ávöxtur sæðisins í jörðinni. Þegar það spírar og
vex til nýs fullkomins lífs, þá deyr það í sinni gömlu mynd.
Bukdahl byrjar fyrsta stórverk sitt, „Norsk Nationalkunst“
með því að líkja sýn Snorra á Dönum 'vdð sýn Saxos á Norð-
mönnum. Þetta gerir hann til að sanna, að ólík eðliseinkenni
fundust meðal þjóðanna einnig á dögum forfeðra vorra. Síðan
ræðst hann — eins og fyr er getið — í að lýsa norskri þjóðar-
list í skáldskap Norðmanna á síðustu mannsöldrum.
Starf og framkvæmdir Norðmanna á 19. öldinni segir
Bukdahl, að hægt sé að skrifa með þremur nöfnum: Eids-
vold, Aulestad og Knudaheio. Hvað sýna og segja
svo þessi nöfn? Þau eru tákn þeirra fjalltinda, sem hæst
gnæfa í andlegu lífi Norðmanna, þ. e. a. s. þeirra fjalltinda,
sem frelsisbarátta og framvinda þjóðarinnar getur séðst frá, í
öllum höfuðgreinum.
Fyrsta nafnið, Eiðsvöllur, er nafnið á heimilisstað Werge-