Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 57
eimreiðin
BIÐSTOFAN
169
Konan: Eiginlega er það nú ekki ég, heldur drengurinn.
Frúin: Hvað gengur að drengnum? Mér sýnist hann svo
anzi pattaralegur.
Konan (móðguð): Það er nú læknirinn, sem segir til um
það, hvað að honum gengur, en það er langt frá því, að
hann Stjáni minn sé eins og hann á að sér.
Stjáni: Ég vil ekki láta pumpa mig.
Konan: Uss, þú gerir eins og læknirinn segir. (Ógift stúlka
°g atvinnulaus piltur koma inn án þess að heilsa og setjast
i horn næst áhorfendum. Þau skotra augunum feimnis-
Iega til þeirra, sem fyrir eru.)
Blindur maður: Var ekki einhver að koma?
Frúin: Það var fólk að vitja læknisins eins og við. (Piltur
°ö stúlka hnipra sig enn meir saman. Löng vandræðaþögn.)
Frúin (seilist eftir blöðum): Þetta eru náttúrlega alt gömul
blöð.
Konan (lágt): Það er líklegast.
Frúin: Það óhuggulegasta við þessar biðstofur er, að
aldrei skuli vera ný blöð. Þetta er alt eldgamalt drasl, sem
maður er búinn að lesa fyrir löngu. Svo mikið er þó hægt að
gera fyrir kúnnana.
Blindur maður: Ég hef nú ekkert gagn af þessum blöð-
um. Það væri annað, ef það væri útvarp. -—•
Frúin: Já, eða þá útvarp! Eins og maður verður að bíða
eftir þessum læknum. Það er nú líka annað en skemtilegt,
begar hver situr út af fyrir sig, og enginn veit hvað að öðr-
Uru gengur. Ég hef einu sinni setið svona í stífa tvo klukku-
tíma, og maðurinn, sem fór inn á undan mér, var bara —
rukkari.
Blindur maður: Gat hann ekki verið veikur lika?
Frúin: Nei, hann var að rukka. Ég kalla það nú óforskamm-
ab að sitja steinþegjandi eins og fárveikur maður og vera svo
bara að rukka. — Ég segi það fyrir mig, að mér stendur rétt
a sama, hvort fleiri eða færri vita hvað að mér gengur. —
Blindur maður: Það leynir sér nú ekki, hvað að mér geng-
Ur> og þó sé ég ekki eins illa og fólk heldur. Það er einhver
skollans glýja í augunum á mér. En í dag á að skera í þau,
°g bráðum fæ ég fulla sjón.