Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 20
132 BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA EIMREIÐIN standa til lengdar gegn ríkisauðvaldi með allskonar sérrétt- indum. Þeir smágefast upp, og þeir sem eitthvað kunna að hafa handa á milli í leikslok, reyna að forða því frá að verða að engu, með því að draga sig alveg út úr atvinnulífinu. Hinir verða nauðugir viljugir að ganga ríkisauðvaldinu á hönd, hversu rílt sem sjálfsbjargarhvöt þeirra annars kann að hafa verið í fyrstu. Nú er það í sjálfu sér ekkert kvíðaefni „að komast á ríkið“, meðan það getur reitt eitthvað upp í gjöldin, af þeim, sem enn hafa einhverja framleiðslu. Að komast á ríkið er nú af ýms- um talið álíka veglegt og áður þótti óveglegt að komast á sveit- ina. En það er ekki ófróðlegt að reyna að draga upp fyrir sér mynd af því, hvernig umhorfs verði hér á landi þegar rök- réttar afleiðingar hins vaxandi ríkisauðvalds hafa náð að verka til fulls. Menningar- og efnahagsbarátta bænda og verkalýðs Islands er þá í raun og veru vonlaus, þegar svo er ástatt orðið, að alt athafnalíf er fyrirfram ákveðið og lmndið í \dðjar. Þó að þú stritir frá morgni til kvölds, íslenzki framleiðandi til sjáv- ar og sveita, þá er staða þín í tilverunni fyrirfram ákveðin. Þú færð ekki einu sinni frjálst markaðsverð fyrir vöru þína eða það í hennar stað, sem þú þarfnast, heldur það eitt, sem þér er skamtað. Og oft getur sá skamtur reynst verðlaus. Selj- irðu 10 kg. af ull eða 1 skpd. af fiski, þá færðu að vísu fyrir það ávísun á nauðsynjar, en það getur brugðist með öllu, að sú ávísun komi að haldi. Sjálfur mátt þú ekki selja vöru þína á erlendum markaði og taka i staðinn þær lífsnauðsynjar, seni þig vanhagar um. Þú ert ofurseldur ópersónulegum utanað- komandi öflum, sem þú getur meö engu móti haft áhrif á eða ráðið við. Barátta framleiðandans er baráttan við þokuna. Hann veit aldrei hvort strit hans ber nokkurn árangur. Hann er sviftur öryggi. Þó að hann sé fús til að vinna, þá veit hann aldrei nema að unnið sé fyrir gíg. Sámkvæmt fyrirkomulaginu í þjóðfélaginu á verkamaðurinn, sem framleiðir á eigin ábvrgð, miklu verri aðstöðu en hinn, sem vinnur hjá öðrum. Sá, sem vinnur hjá öðrum fyrir fastákveðið kaup, getur með aðstoð laganna herjað út kaup sitt, fáist það ekki með góðu móti. Sama getur sjálfur þurfalingurinn. Hann getur krafist þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.