Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 48
160
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
EIMREIÐIN
um nýjan og nýjan veruleika. Þessum ósýnilega veruleika,
eilífri verund alheimsins mætir Bukdahl fyrst og fremst í
endurskini guðdómsins, eins og hann birtist gegnum ófull-
komna menn í blessunarríkri trú og fórnarlund. Guðstrúin er
nefnilega enginn sálmur, sem byrjar á himnum. Hún byrjar
á því augnabliki sem raunveruleikinn hefur afklætt sig í öll-
um sínum ömurleík og stendur fyrir hugskotssjónum vorum
sem auður grundvöllur til að byggja á. Þegar hjartað hefur
náð þeirri vissu, að veröldin sé táradalur, þar sem sorg og
synd fylgjast að, þá leysist úr læðingi sá leiðslumagnaði kraft-
ur, er gerir guðsríki — sem ekki er af þessum heimi — að
veruleika.
Þetta — hinn ósýnilegi veruleiki — er viðfangsefnið í næstu
bók Bukdahls „Det skjulte Norge“, er segir frá mörgum norsk-
um dalaskáldum, sem áður hefur verið lítill gaumur gefinn
út yfir þeirra eigin sveitir. Guðstrúin, sem leitar út yfir tak-
mörk raunheimsins, birtist hvívetna i verkum þeirra. Dala-
menningin var (og er að miklu leyti ennþá) miðaldamenning.
í dölunum ritaði maður (og ritar) á norsku máli, sem var
bannað af Dönum. Þar var leyndur Norvegur, sem ekki var
kominn í samband við umheiminn. Þar er ósveigjanlegt lög-
mál lífsbaráttunnar túlkað af einmana listamönnum. Dala-
skáldin voru hinir eiginlegu frumberar hins norska þjóðar-
eiginleika. Ahrifa þeirra gætir alstaðar í menningarlífi Norð-
manna. Og þeir hafa fengið fleiri fylgismenn en til dæmis
Björnson og Ibsen. Um það vitnar hin sívaxandi barátta fyrir
landsmálinu. Auðvitað eru höfuðpersónurnar í bókinni frægir
menn eins og Garborg, Kinck o. fl., en meðal þeirra mætir mað-
ur mörgum alþýðumönnum, sem einnig sóma sér í farar-
broddi, þó að list þeirra sé mótuð í einverunni milli hárra
fjallakamba.
Hin skáldlega mynd, sem Bukdahl bregður upp af norskum
dalalistamanni, gæti einnig verið af íslenzku alþýðuskáldi.
Morfinnen — þannig er nafn hans, listamannsins, sem situr
undir gömlum stafkofavegg og spilar, engum til gleði, því eng-
inn skilur hann til hlítar, og listaafrek hans endurspeglar því
aðeins brot stórhugans. Með öðrum orðum: í dölunum voru
(og eru) margir hæfileikamenn, sem aldrei nutu sín til fulls,