Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
FÓRNARSJÓÐUR ÍSLENDINGA
185
inu nú á dögum orðin ákaflega hættuleg, af því að hún er
orðin svo algeng og þó sérstaklega, ef það er satt, að ábijrgð-
Qrtilfinning einstaklingsins sé ekki orðin eins rik og áður.
Það mun mega segja það um íslenzka bændur alment,
°g fleiri — til skamms tíma, að þeir hafa ekki verið með
sjálfum sér nema skuldlausir, sumir jafnvel ekki notið svefns,
matar eða neinna skemtana. Þetta hefur verið lagt misjafn-
iega út, kölluð húksorg, nirfilsháttur eða öðrum lítilsvirð-
ingarnöfnum.
En þessi ráð um aukinn sparnað og meiri vinnu ásamt
fleiri úrræðum hafa þeir þrásinnis notað, þegar þeir af völd-
nni árferðis eða öðru hafa komist i hann krapþan, til þess
að ná sér upp aftur. Þeir hafa ekki viljað vera öðrúin háðir,
Því að sjálfræðishneigð þeirra og ábyrgðarkend hafa lagt
þeim svo þunga byrði á bak.
Eins og einstaklingurinn, getur stærri og minni hópur
nianna, og jafnvel sjálf ríkin, kömist í fjárhagsvandræði, eins
°g alkunnugt er frá fyrri og síðari tímum. En fjárhagsvand-
ræði þjóðfélaganna reynast þó miklu örðugri viðfangs en
einstakra manna, einkum þegar um er að ræða kröfur á
Þau frá öðrum rikjum.
Að þetta er svona, kemur til af þvi, að ábyrgðar-meðvit-
und fjöldans er ekki eins næm, vakandi og' varkár eins og
einstaklingsins; viljinn veikari og sundurleitari og sameigin-
^ega átakið því kraftminna en verið gæti, ef allir væru vel
samtaka, og er þetta alkunna, en ekki þar með sagt eða sann-
að, að þetta þyrfti að vera svo.
Nú Iíður óðum að þeim tima, sem íslendingum gefst kost-
Ur á að endurheimta að fullu fornt frelsi, ef þeir kæra sig
um, og mun ekki vafi á að þeir gera það, eftir því sem for-
ysturnenn flokkanna hafa látið uppi.
En það má segja í mikilli alvöru, að þá vex vandinn og
abyrgðin þyngist, ekki sizt af því, hvernig' ástatt er með hag
landsins út á við, ríkisskuldirnar við útlönd. Því að þegar lands-
uienn fara að bera ábyrgð á fullu sjálfstæði og meiri við-
skiftum fyrir umheimi, þá eru það einmitt þessar skuldir,
sem eru alvarlegastar. — Ekki svo mjög af því, að þjóðin sé
svo fámenn og fátæk, landið ekki nógu gott eða sjórinn kring