Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 45
eimheiðin
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
157
fyrir utan takmörk hinna daglegu heimkynna. í slíkum þrám
er ekkert innihaldsleysi, því þær vekja ástundun og atorku-
semi. Veruleikinn hefur nefnilega tvær hliðar, efnisheim og
hugheim. Hann er bæði það, sem þreifa má á með höndum, og
það, sem ekki er sjáanlegt. En til þess að hinn andlegi veru-
leiki geti borið ávöxt, verður hann að vera í sambandi við
þann raungilda lífslcjarna, sem er varanlegur á öllum tímum
°g hjá öllum mönnum. Það er þetta, sem tengir rómantísku
Bukdahls saman váð það þjóðræna, sem hann álítur óbreytan-
fega stærð í fari manna. I norska tímaritinu „Samtiden" (1923)
ritar hann meðal annars: „í rómantískunni finn ég og sé ég
þær stundir i lífi manna, þegar tilfinningarnar gera sambandið
milli fortíðar og samtíðar að undirstöðu fyrir veg og takmark
lifsins.“
Bukdahl vill ekki, að hinar stóru hugsanir, sem tímarnir
hafa vakið hjá honum, skuli renna sem sandur úr greipum
hans, eins og til tókst hjá Anders Sörensen Vedel. Hann finn-
Ur, að hann verður að bregða sér i gerfi hversdagsleikans, ef
draumarnir eiga að bera nokkurn ávöxt. Þess vegna lætur hann
a tímabili angurgapann og draumóramanninn í sjálfum sér
fá lausan tauminn, lætur þá vaða skýin, hlaupa í gönur og
gleyma veruleikanum, unz þeir, þreyttir af að eltast við hill-
ingar einar, snúa við aftur tómhentir af fé, en auðugir af
reynslu. Þetta skeður í hans næstu bók, „Den sidste Frist“
(Síðasta tækifærið, 1922) og seinna í „G,raa Eros“ (Myrk ást,
1925). í þessum bókum brýzt löngunarfull örvænting og þrá
nt eins og kuldahlátur. Og þar með er takmarkið sett. Því nú
dregur hann upp fánann yfir borg þjóðlífsstefnunnar, sem
hann síðan hefur barist fyrir. Hann er aldrei afskiftalaus um
nlvörumál. Og hann undirstrikar það mörgum sinnum, að
Verk hans séu engin óhlutdræg bókmentasaga. íhlutunarlaust
geta þeir einir skrifað, sem enga sannfæringu hafa.
III.
Áður en Bukdahl hefst handa með þau stórverk, sem drepið
er á í fyrsta kaflanum, kastar hann sér yfir fornar sögur og
skáldment Islands. Hann sér, að til þess að geta ritað um norska
þjóðarlist (norsk Nationalkunst), verður hann fyrst og fremst