Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 30
142
BARÁTTAN VIÐ ÞOKUNA
EIMREIÐIN
verkum sínum. Framtíðin ein fær skorið úr því, hvern rétt
stjórnin vinnur sér til friðhelgi. Þegnarnir, sem hún vinnur
fyrir, munu fylgjast vel með verkum hennar. Ekki sízt mun
meðferð hinnar nýju stjórnar á fjárlagafrumvarpi því, er nú
iiggur fyrir þinginu, verða gaumgæfilega athuguð. Hin opinberu
útgjöld ríkisins hljóta að lækka að nmn. Afkorna sildveiðanna
í sumar breytir í engu þeirri staðreynd, hversu góð sem hún
kann að verða. Auðmagn það, sem ríkið sogar nú til sín, verður
að einhverju leyti að fá að leita aftur út í hið einstaklings-
lega, sjálfsábirga framleiðslulíf. Þetta kann að vísu að hafa i
för með sér einhverja töf á opinberum framkvæmdum um hríð.
En vér komumst ekki hjá því. Þjóð, sem fyrir hálfri öld var
frumstæð fiskimanna- og bændaþjóð, sneydd svo að segja öll-
um samgöngutækjum og tekniskum þægindum, getur ekki á
örfáum árum komið sér þessu öllu upp nema að lifa jafnframt
stórkostlega um efni fram. Óefnd kosningaloforð hjálpa ekki
neitt. Dogmur flokkanna geta orðið dauðamein þeirra. Draum-
urinn um nýtt þúsund ára ríki undir verndarvæng marxism-
ans virðist ætla að verða „aðeins draumur“, því einmitt nú
undanfarið hafa sósíaldemókratar á Norðurlöndum, og einnig
hér á íslandi, mist með öllu trúna á hið marxistiska þúsund
ára ríki, og jafnvel komnmnistar sjálfir eru farnir að linast
í henni. Sjálft Sovét-Rússland er talið „statskapitalistiskt“ og
„national-kommúnistiskt", en Gyðingurinn Karl Marx stendur
einmana og yfirgefinn, eins og síðskjeggaður spámaður úr
Gamla-testamentinu, og er ekki lengur tekinn alvarlega af öðr-
um en einstaka draumóramönnum. „Sic transit gloria mundi!“
Víxlspor undanfarinna tuttugu ára, síðan íslenzka þjóðin
fékk aftur viðurkent sjálfstæði sitt, hafa verið mörg, og oft
hefur verið vilst af réttri leið. Takmarkið framundan er þó
Ijóst, þó að fjarlægt sé og erfitt að ná því. Algert sjálfstæði
og öryggi á öllum sviðum hins andlega, stjórnfarslega og
efnalega lífs er að sjálfsögðu það, sem hver einasti þjóðfélags-
þegn í landinu keppir að inst inni. Vér erum minsta ungviðið
i hópi hinna fullvalda rikja hnattarins, og því ekki nema eðli-
legt, að vér höfum oft hnotið og farið villir vegar. Það, sem
er ungt og óreynt, villist oft í þokunni og glatast jafnvel
stundum eða verður úti. Jafnaldri vor einn í þessum hópi,