Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 66
178
LANGAFIT OG HARÐHÓLL
EIMllEIOIN
einn hnefi hér, annar litlu framar, enginn skækitl skal verða
settur hjá, og svo að réttlætið verði sem öruggast ætla ég' að
fara yfir alt saman aftur frá annari hlið, svo að dreifin líkist
velofnum dúk, þar sem hvergi sjást þráðaskil.
Ivlukkan var nú langt gengin eitt þegar Dagur var búinn
að dreifa úr pokanum. Gekk hann þá út að bæjarlæknum til
að leggja pokann í bleyti og skola úr fötunni, sem hann hafði
borið áburðinn í. Meðan hann sat þarna við litla fossinn í
læknum, með höfuðið fult af lifsþrungnum hugmyndum og
svæfandi lækjarniðinn fyrir eyrum, þá vissi hann ekki fyrri
til en einhver hafði gripið hann þjösnalegu steinbítstaki.
Honum varð bylt við í fyrstu, átti sér ekki slíks von. Tók
hann þá viðbragð svo snögt, að árásarmaður hans snaraðist
yfir hann og niður í lækinn, svo Dagur féll við hlið hans, en
hvorugur blotnaði verulega. Sá hann þá að bófi þessi var
Ari Arnfinnsson og fór þá að átta sig á málinu. Þeir voru
svo vanir að elda saman grátt silfur, að ekki var hægt að
skoða þetta sem verulega ósvífni. Þeir höfðu verið sam-
bekkingar á búnaðarskólanum og öðruhvoru nágrannar
siðan. Seinna hafði Ari gengið á kennaraskólann og stund-
aði nú barnakenslu á vetrum, seinast við nýja barnaskól-
ann i Reykjavík. í vor og sumar var hann ráðinn við bygg-
ingarvinnu á Heiði.
— Svo þér hefur víst ekki veitt af að fá þér bað, sagði
Dagur, svo bráðlátur sem þú varst að komast i lækinn.
— Hvað sem um það er, þá mun okkur naumast veita
af þvi að dýfa okkur í öðruhvoru, sagði Ari og strauk nitro-
poskaslettur af jakkanum sínum, — skíturinn, syndin og sví-
virðingin liggur í hrúgum á skrokkunum á okkur, án þess
að við hreyfum hönd eða fót í þá átt að losna við það. Og
svona er það, við erum gjarnastir að tileinka okkur skitinn
í menningunni, en skortir manndáð til að ná í gullið.
— Gullið sem slíkt hefur engan töframátt fyrir mig, sagði
Dagur og kastaði steinvölu niður í lækinn. — Það er lífið,
sem heillar mig, vaxandi líf og alt, sem styður að viðgangi
þess.
— Þú hefur æfinlega verið grjótpáll í skoðunum þímun.