Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 104
216
VESTUR-ÍSLENZKUR FRÓÐLEIKSMAÐUR
eimreiðin
Frá sjávarbakkanum á Róbertstanga.
Róbertstanginn er við sjó, umkringdur háum fjallgörðuin
að norðan og austan, en eyjum og hólmum að sunnan og
vestan. Hæsta fjailið, sem sést þaðan, er Mount Baker, á ell-
efta þúsund fet á hæð.
Norðaustan að tanganum liggur Boundanj Baij, sem þýðir
landamæra-fjörður, og dregur hann nafn sitt af takmarka-
línu Bandaríkjanna og Kanada, sem liggur yfir hann miðjan.
Georgs-flóinn (Gulf of Georgia) laugar strendur tangans að
austan og vestan, en sá flói er nefndur eftir sir George Van-
couver, sem fann hann árið 1792 og sigldi þá um leið í kring
um Vancouver-ey, en hún er fjögur hundruð enskar mílur á
lengd. Fylkið British Columbia, sem myndar suðvesturhluta
Kanada, liggur að tanganum að norðan. Sjálft Washington-
fylkið, sem tanginn telst til, er alliniklu stærra en alt ísland
og eitt með allra fegurstu fylkjum Bandaríkjanna. Það er
auðugt af frum- og nýgræðingsskógum, fossum og fljótum,
máimuni og fjölmörgum öðrum náttúrugæðum. Fjallgarðar,
sumir risavaxnir, eru á víð og dreif um fylkið, en að suð-
austan eru hásléttur miklar, mjög frjósamar alstaðar þar,
sem áveitur eru. í fylkinu eru einnig mörg þéttbýl láglendis-
og vatnahéruð.