Eimreiðin - 01.04.1939, Blaðsíða 39
eimreiðin
MESTI RITDÓMARI NORÐURLANDA
151
Náttúrustefnan náði aldrei verulegum rótum í Danmörku,
eins og margir hafa þó viljað halda fram. Afturkippurinn
kom samtímis sigrinum. Mótspyrnan var í fyrstunni eins og
smávöðvahræring, sem síðar varð að kreptum hnefa. Þegar
hæst lét, tóku seglin að blakta fyrir öllum mögulegum vind-
um, byltingastormi, afturhaldsblæstri o. fl. Sá, sem fyrstur
manna sá þetta, var Brandes sjálfur. Þess vegna reyndi hann
að rétta bátinn og halda stefnunni áfram með þvi að benda á
ofurmenniskenningu Nietzsches. En ekkert dugði. Heims-
styrjöldin kom og reif til grunna allar þær hugarstefnur, sem
afneituðu lögmáli persónuleikans. En þrátt fyrir kreppuna,
sem grípur inn á öllum sviðum, heldur áfram umsköpunin á
andlegum arfi 19. aldarinnar í Danmörku. Alt lifandi andlegt
hf endurnýjar og bætir. Það er alveg sama hve miklum um-
brotum, byltingum og blóðsúthellingum það veldur. Andleg
'viðleitni og barátta er sá lífsstraumur, sem rennur áfram, en
ekki aftur á bak. Árangurinn verður þvi umbætur. Það er
Þessháttar menningarleg umsköpun eftir styrjöldina, sem fæðir
af sér „Danmörku hina nýju“. Umbyltingin og þróunin, upp
of arfi hinnar liðnu aldar, er rannsóknarefnið i bókinni. Og
þessu er lýst með hliðsjón af bókmentunum og hinum sund-
urleitu hugsjónum og stefnum, sem voru — og eru — hvort-
*veggja í senn: huggun kynslóðarinnar og hneykslunarefni.
Eftir þetta mikla verk um Danmörku verður til ein bók
um Svíþjóð. Bukdahl er tekinn að viða að sér efninu til hins
fyrirætlaða ritverks um bókmentir Svía og ritar nú til að byrja
rueð bók um stórskáldið Esajas Tegnér, sem mörgum íslend-
lngum er kunnur fyrir ljóðaflokkinn um Friðþjóf og Ingi-
hjörgu, sem Matthías Jochumsson þýddi. Þessa bók, sem
Eukdahl kallar „Det europæiske Menneske“ (Evrópumaðurinn)
f933, eða „ Tegnér og Nutiden“ ber þó ekki að líta á sem eina
af höfuðbókunum um Svía (þeim hefur hann ekki lokið ennþá),
°g þó er hún í ákveðnu sambandi við hinar gagnrýnandi rit-
smíðar hans um bókmentir Norðurlanda á síðari mannsöldrum.
Með Tegnér hefst að Bukdahls dómi upphaf þess tímabils
1 bókmentum Svía, sem hann ætlar sér að rita um. Skáldskapur
3 egnérs er eins og áhrifamiklar, voldugar súlur, sem opna dyr á
tvær hliðar, þar sem blasir við óhemju víðátta með einkenni-